fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025

Uppskriftir úr saumaklúbb: Mangó sorbe, Frönsk súkkulaðikaka og Fersk ídýfa

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við vinkonurnar höldum alltaf saumaklúbb einu sinni í mánuði og skiptumst á að bjóða hvor annari heim. Við reynum alltaf að hafa eitthvað nýtt á boðstólnum ásamt því að halda fast í sumar veitingar sem okkur þykja ómissandi! Það er svo mikilvægt að fá smá stund með vinkonum sínum, spjalla um lífið og tilveruna og njóta góðrar vináttu og matar.

Í gær bauð ég þeim heim til mín og hafði þar bæði rétti sem ég geri oft sem og prófaði eitt nýtt sem verður klárlega gert aftur og ætla ég mér að prófa mig áfram með fleiri ávexti. En það var Mangó sorbe sem ég bar fram með volgri franskri súkkulaðiköku.

Sorbe-ið var ótrúlega einfalt í framkvæmd og var ótrúlega ferskur og bragðgóður.

Mangó sorbe:

Frosið mangó – magnið var um það bil 4 mangó
1 bolli kalt vatn
½ bolli hunang

Öllu skellt saman í blandara og hrært vel þar til allir kekkir eru horfnir. Síðan er allt sett saman í form og inn í frysti í að minnsta kosti klukkutíma áður en það er borið fram.

Frönsk súkkulaðikaka:

200 gr smjör
200 gr suðusúkkulaði
Brætt saman í potti.

4 egg
2 dl sykur
Þeytt vel saman.

Súkkulaðinu og smjörinu er bætt út í varlega ásamt 1 dl af hveiti. Deiginu er skellt í hringlaga smelluform og mikilvægt er að maka vel af smjöri í formið svo kakan losni auðveldlega frá.
Bakið kökuna á 180°c í um það bil 25 mínútur á blæstri eða þar til hliðarnar eru orðnar bakaðar en miðjan á að vera mjúk. Þá er kakan tekin út og leyft að kólna í um 10-15 mínútur áður en hún er sett á bakka.

 

Súkkulaðibráð:

1 poki Nóa rjóma súkkulaði karamellur
100 ml rjómi
Brætt saman á vægum hita í potti og svo látið yfir kökuna.

Ég setti svo flórsykur í sigti og skreytti kökuna með honum.

 

Einnig bauð ég uppá ferska ídýfu en þessi uppskrift er ómissandi á borðið í hverskyns boðum og slær alltaf í gegn. Það er einnig hægt að leika sér með hana og bæta því við sem hverjum þykir gott.

Fersk ídýfa:

1 rjómaostur
1 krukka salsasósa
Hrært vel saman og sett í botnin á formi.

Skera niður grænmeti mjög smátt eftir smekk, ég notaði:

3 stóra tómata
1 gúrku
1 rauða papriku

Hægt er að setja rauðlauk, avókadó og Iceberg salat með í þessa uppskrift fyrir þá sem kjósa og í raun er hægt að bæta við hvaða ferska grænmeti sem er. Svo er þetta borið fram með Doritos snakki.

Ég bauð einnig uppá snittubrauð með pestó og ferskt brokkolí og blómkál með ídýfu.

Verði ykkur að góðu.

Snap : anitaeh

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Furðulegt og hættulegt háttalag ökumanns á Miklubraut

Myndband: Furðulegt og hættulegt háttalag ökumanns á Miklubraut
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin

Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid á eftir leikmanni Bournemouth

Real Madrid á eftir leikmanni Bournemouth
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gylfi og Eiður ofarlega á eftirsóknarverðum lista – Haaland nálgast toppinn

Gylfi og Eiður ofarlega á eftirsóknarverðum lista – Haaland nálgast toppinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfir þúsund sparnaðartillögur komnar til Kristrúnar – „Það er ekki hægt skera endalaust niður og vona það besta“

Yfir þúsund sparnaðartillögur komnar til Kristrúnar – „Það er ekki hægt skera endalaust niður og vona það besta“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.