Á meðan Íslendingar telja niður í komu H&M verslunarrisans hingað til lands þá er undirbúningur hafinn bæði í Smáralind og í Kringlunni. Í Kringlunni er unnið að því að tæma efri hæð verslunarinnar Hagkaup en þar mun H&M verslunin verða. Nú er þar rýmingarsala en verslunin lokar 20.febrúar og verður því Hagkaup bara á 1.hæð Kringlunnar. H&M mun verða í 2.600 fermetra rými á 2.hæðinni í Kringlunni. Á næstu dögum verður farið í umtalsverðar framkvæmdir í báðum verslunarmiðstöðvunum til þess að undirbúa komu H&M til Íslands.