Ed Sheeran ferðaðist til Íslands í fyrra til að halda upp á afmælið sitt en átti því miður ekki sjö dagana sæla. Að hans eigin sögn er hann klaufskur kjáni og slasast því mjög oft. Dvöl hans á Íslandi var engin undantekning og skaðbrenndist hann á öðrum fætinum þegar hann steig óvart ofan í sjóðheitan hver.
„Ég hef aldrei fundið þá tilfinningu að ég væri að deyja, en þannig leið mér þarna,“
sagði hann í spjallþætti Ellen DeGeneres í gær.
Ed Sheeran var klæddur þykkum Timberland skóm en sjóðandi heitt vatn lak ofan í skóinn. Þeir sem voru með honum og viðstaddir atvikinu sögðu honum að fara ekki úr sokknum en hann lét samt sem áður taka sig úr honum vegna sársauka.
„Þegar þeir tóku mig úr sokknum fór skinnið af fætinum með,“
sagði hann. Slysið átti sér stað á „virku eldfjalli“ á Íslandi að sögn Ed Sheeran.