fbpx
Mánudagur 17.mars 2025

Dagbjört Eilíf og Aron elska að taka myndir og skoða heiminn saman: „Gætum eiginlega ekki hugsað okkur að vinna án hvors annars“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Dagbjört Eilíf og Aron hafa vakið athygli á Instagram fyrir fallegar myndir. Þau halda líka úti bloggi en eru auk þess verslunarstjórar á kaffihúsi. Það er líka ekki mikið um parablogg hér á landi og ekki algengt að par séu með sameiginlegt Instagram. Þess á milli sinna þau tilfallandi ljósmynda- og myndbandsverkefnum sem detta á borðið hjá þeim.

„Við elskum að ferðast við og við, elda góðan mat, kaffisnobbast og vera með vinum og fjölskyldu,“ segir Dagbjört Eilíf. Við fengum hana til þess að segja okkur meira um það hvernig sameiginlega Instagram síðan þeirra varð til.

Together is a beautiful place to be ❤

A post shared by Just us ?? (@justus.is) on

 

Hvernig byrjaði bloggið?

„Við byrjuðum að blogga haustið 2013. Upprunalega átti þetta meira að vera meira svona “portfolioblogg”, en smám saman þróaðist þetta út í lífstílsblogg. Á sama tíma fór fylgjendum okkar á samfélagsmiðlum fjölgandi, ásamt tilboðum að vinna með hinum ýmsu fyrirtækjum og fólki, sem hefur verið ótrúlega skemmtilegt og þroskandi.“


Hvað eruð þið mest að fjalla um?

„Eins og stendur erum við að vinna í að koma síðunni í nýtt útlit, þannig að við erum mest virk á Instagram núna. Á blogginu deilum við mikið af hollum uppskriftum, ferðalögum okkar og praktískum hugmyndum fyrir heimilið og fataskápinn. Á Instagram deilum við öllu mögulegu, og reynum líka að fanga fegurðina í hversdagsleikanum.“

 

 

Hvernig viðbrögð hafið þið fengið við myndunum ykkar?

„Viðbrögðin hafa verið vonum framar. Við höfum kynnst fólki um allan heim í gegnum þetta, og ekki er leiðinlegt að finna að fólk tengi við augnablikin og njóti myndanna.“

 

 

Hvað eruð þið búin að þekkjast lengi?

„Við kynntumst í Fjölbraut í Garðabæ árið 2010 þegar hann spurði hvort hann mætti setjast hjá mér í spænskutíma. Við urðum strax góðir vinir. Hann varð mjög hrifinn af mér og var duglegur að skrópa í tíma þegar ég var í eyðum, og bauðst til þess að skutla mér heim nánast alla daga í Hafnarfjörðinn þótt hann sjálfur byggi í Reykjavík á þeim tíma. Ég fór varlega í allt svona og vildi bara vera vinir um sinn, en lét hjartað ráða för níu mánuðum síðar þegar við kysstumst í göngutúr hjá vitanum við Gróttu. Ári síðar bað hann mín á sama stað. Við fögnum svo fimm ára brúðkaupsafmæli í september!“

 

Segðu mér aðeins frá ykkar sambandi, vinnið þið mikið saman?

„Rúmu hálfu ári inn í sambandið byrjuðum við að vinna saman á auglýsingastofu og höfum unnið saman síðan. Rekið gistiheimili á Akureyri, verið yfirmenn á ferðaskrifstofu, haldið úti eigin rekstri í Balí þar sem við bjuggum í eitt ár og rekið tvö kaffihús.  Við njótum þess svo að vera saman að við gætum eiginlega ekki hugsað okkur að vinna án hvors annars í dag, enda orðin góðu vön. Það hefur verið ótrúlega þroskandi fyrir sambandið að vinna svona mikið saman, maður lærir svo mikið um hinn einstaklinginn og svo skemmir ekki að vera að vinna með besta vini sínum! Það getur jafnvel gert leiðinlegustu verkefni skemmtileg.

Merry christmas everyone! ??

A post shared by Just us ?? (@justus.is) on

 

Hvað finnst ykkur skemmtilegast að gera?

„Okkur finnst ótrúlega gaman að ferðast og “explora” saman. Að lenda í ævintýrum og uppgötva nýja staði saman er örugglega með því skemmtilegasta sem við gerum, enda höfum við verið mjög dugleg að ferðast síðustu árin.“

 

Hver er ykkar uppáhalds staður?

„Örugglega Ítalía. Við fórum í brúðkaupsferð til Tuscany á sínum tíma, svo það á sér sérstakan stað í hjörtum okkar.“

 

Your fluffiness ?

A post shared by Just us ?? (@justus.is) on

 

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram?

„Ekki vera hrædd við að fara óhefðbundnar leiðir í lífinu, öll eigum við mismunandi drauma og hæfileika. Leiðirnar þangað eru því eins mismunandi og þær eru margar.“
Þið getið fylgst betur með þessu pari á Instagram HÉR!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

„Fyrrum tengdasonur minn barnaði mig – Það sem gerðist næst fyllti mig enn meiri skelfingu“

„Fyrrum tengdasonur minn barnaði mig – Það sem gerðist næst fyllti mig enn meiri skelfingu“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Undarlegar „íslenskar“ matreiðslubækur til sölu á erlendum vefsíðum – „Græn matur“ eftir Álfhildi Blómlyftu og aðrir undarlegir titlar

Undarlegar „íslenskar“ matreiðslubækur til sölu á erlendum vefsíðum – „Græn matur“ eftir Álfhildi Blómlyftu og aðrir undarlegir titlar
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Þessar matvörur örva kynhvötina

Þessar matvörur örva kynhvötina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Hojlund skoraði í góðum útisigri Manchester United

England: Hojlund skoraði í góðum útisigri Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu frábært mark Alberts gegn Juventus

Sjáðu frábært mark Alberts gegn Juventus
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Manndrápsmálið: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar

Manndrápsmálið: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valsmenn höfnuðu „hlægilegu“ tilboði Skagamanna í Tryggva

Valsmenn höfnuðu „hlægilegu“ tilboði Skagamanna í Tryggva
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Ekki sama Jón og séra Jón hjá Sjálfstæðismönnum – sjá ekki bjálkann í eigin auga

Orðið á götunni: Ekki sama Jón og séra Jón hjá Sjálfstæðismönnum – sjá ekki bjálkann í eigin auga

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.