Leikkonan Blake Lively hélt æðislegt Valentínusardagspartý í gær. Partýið hafði titilinn Galentine’s Day Party og og var þetta vinkonupartý þar sem konur skemmtu sér ótrúlega vel saman, með Blake var systir hennar Robyn. Konurnar og stúlkurnar sem mættu skreyttu kökur, gerðu vinkonuarmbönd og margt fleira skemmtilegt.
https://www.instagram.com/p/BQd2be9gZge/?taken-by=blakelively
Viðburðurinn var hluti af New York tískuvikunni en partýið hélt Blake í samstarfi við L’Oreal Paris og fengu gestir meðal annars að kynnast Paints Colorista háralitunum betur. Hárgreiðsla Blake sló sérstaklega í gegn enda ótrúlega viðeigandi í tilefni dagsins. Blake var stórglæsileg eins og ALLTAF (hvernig er þetta hægt???) og klæddist krúttlegum hjartakjól en hárgreiðslan hennar var æðislegt hjarta.
https://www.instagram.com/p/BQhGyNvgJQV/?taken-by=blakelively