fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Helga María um skömmina: „Er ekki löngu kominn tími til þess að þetta úrelta hugarfar deyi út?“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Blæðingar eru einn af náttúrulegustu hlutum kvenlíkamans. Þrátt fyrir að flestar konur byrji á blæðingum á unglingsárunum líta margir á blæðingar sem ónáttúrulegt fyrirbæri, leyndarmál jafnvel, sem best sé að geyma inni á klósetti og tala sem minnst um,“ segir Helga María Ragnarsdóttir í einlægum pistli um blæðingar. Helga María skrifar á síðuna Veganistur en hún telur það nauðsynlegt að umræðan og hugarfar fólks varðandi blæðingar breytist.

„Á meðan þetta hugarfar ríkir þykir mér ekkert skrítið að stelpur upplifi sorg og jafnvel skömm þegar þær byrja fyrst á blæðingum. Ég man allavega að svoleiðis upplifði ég túrinn minn lengi vel. Ég man hvað mér fannst þetta hryllilegt.“

Helga María höfundur greinar

Helga María rifjar um slæmar minningar að því að það hafi lekið tíðarblóð í rúmið þegar hún gisti annars staðar en heima hjá sér, hún skammaðist sín og hræddist viðbrögðin.

„Það er ekki langt síðan ég áttaði mig á því hvað þetta er rangt. Hvað það er rangt að ungar stelpur upplifi skömm yfir því að byrja á blæðingum. Skömm yfir því hvernig líkaminn þeirra virkar og þörf til að fela það.  Hvað það er rangt að konur þurfi að skammast sín fyrir eitthvað svo náttúrulegt og magnað eins og tíðarhringinn. Hvað það er rangt að stelpur og konur aftengi sig líkama sínum og forðist það að skilja og upplifa það sem er að gerast.“

Hún segir að það sé tímabært að konur myndi jákvætt hugarfar gagnvart blæðingum og kallar það jákvætt tíðarfar.“Er ekki löngu kominn tími til þess að þetta úrelta hugarfar deyi út?“

Helga María segir að sitt hugarfar gagnvart blæðingum hafi breyst þegar hún byrjaði að nota mánabikar. Hún hafi byrjað að kynnast sjálfri sér og blæðingunum mikið betur. „Ég sá hversu eitrað hugarfar ég hafði haft alveg síðan ég byrjaði í fyrsta skipti á túr. En það sem meira var, ég áttaði mig á því að þetta eitraða hugarfar kom ekki frá sjálfri mér heldur samfélaginu í heild.  Þess vegna er mikilvægt að þessu verði breytt og breytingarnar byrja hjá okkur sjálfum.“

Mynd/Getty

Frelsið sem ég fann hjá sjálfri mér þegar ég ákvað að horfa á blæðingarnar mínum öðrum augum var vissulega mikið. Jákvætt hugarfar gagnvart blæðingum þýðir þó ekkert endilega að þú þurfir að elska það að vera á túr. Við vitum jú flestar að sá tími getur verið erfiður. Til að mynda fá margar stelpur mikla túrverki og verða jafnvel svolítið viðkvæmar. Mundu að þínar blæðingar eru þínar blæðingar og þú hefur fullan rétt á að upplifað þær á þinn hátt.

Helga María segir að jákvætt hugarfar gagnvart blæðingum þýði ekki endilega að konur þurfi að elska það að vera á blæðingum, því sá tími geti verið mjög erfiður vegna túrverkja öllu því sem blæðingum fylgja.

„Jákvætt hugarfar gagnvart blæðingum þýðir einfaldlega að talað sé um blæðingar sem náttúrulegan, eðlilegan hlut sem er ekki vitund subbulegur eða neitt til að skammast sín fyrir. “

Mynd/Getty

Í pistli sínum fer Helga María yfir allt það sem hefur breyst síðan hún varð jákvæðari gagnvart blæðingum.

Hvað hefur breyst síðan ég fór að tileinka mér jákvætt „tíðarfar“?

  • Ég er tengdari sjálfri mér sem konu.
  • Ég er mun fróðari um líkamann minn og hef áttað mig á því að blæðingarnar mínar eru ekki ógeðslegar. Þvert á móti gegna þær mikilvægu hlutverki og hjálpa mér að skilja hormónastarfsemi mína betur.
  • Ég hlúi betur að sjálfri mér þegar ég er á blæðingum og sérstaklega þegar ég er með mikla túrverki. Ég leyfi mér að slaka á og prufa mig áfram með það hvernig ég geti látið sjálfri mér líða sem best á þeim tímum. Því má segja að ég sé loksins farin að hlusta meira á líkamann minn.
  • Ég er hætt að vera hrædd við að tala um blæðingar og finnst mikilvægt að talað sé opinskátt um þær.
  • Ég er hætt að bölva því að vera kona og hætt að líta á blæðingar sem neikvæðan hlut eða „álög“ í fari kvenna.
  • Í rauninni líður mér bara mun betur í eigin skinni og sýni sjálfri mér og líkamanum mínum meiri ást og umhyggju.

 

Helga María mælir með því að konur stoppi og hugsi dæmið alveg upp á nýtt.

„Blæðingar eiga ekki að vera tabú. Við eigum að vera stoltar af líkamanum okkar og starfsemi hans. Það er okkar að breyta þessu hví ekki að byrja í dag?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Pipar níunda áratugarins vísað úr flugi – Beðin um að gefa eftir sæti sitt

Pipar níunda áratugarins vísað úr flugi – Beðin um að gefa eftir sæti sitt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mbappe bað aldrei um þetta – „Virði hann svo mikið“

Mbappe bað aldrei um þetta – „Virði hann svo mikið“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.