fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Ástarbréf til íslenskra karlmanna – Ragga skiptir um skoðun

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 22:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elsku íslensku karlmenn! Nú kveður aldeilis við annan tón hjá ykkar einlægri. Ég er konan sem sagði að þið væruð líklega að verða óþarfir, og líka að 90% ykkar væru glataðir. Kannski er eitthvað sannleikskorn í þessu – en ég viðurkenni nú á Valentínusardegi að ég hef mildast stórlega í afstöðu minni. Og það er ekki bara út af nýja kærastanum!

Ég hafði nógan tíma til að mynda mér skoðun – næstum 5 einhleyp ár – og gerði skipulegan samanburð á ykkur og karlpeningi nágrannaþjóða okkar í leitinni að þeim rétta. Samanburðurinn var ykkur í óhag nánast alltaf… þið voruð ókurteisari, verr til hafðir, minni femínistar og kunnuð ykkur ekkert sérstaklega vel í samskiptum við konur. Ég lét ykkur vita af þessu og skrifaði ykkur nokkur hvatningarbréf sem fóru fyrir brjóstið á 90 prósentunum – en 10 prósentin vissu alveg hvað ég var að tala um.

Mynd/Getty

Ég hefi nú séð ljósið og áttað mig á því að þið eruð ekki verstir í heimi. Ég lærði að elska ykkur í Egyptalandi. Merkilegt! Ég upplifði þar samskipti við ókurteisustu karlmenn í heimi – karlmenn sem hrópa, flauta, stynja og áreita konur gengdarlaust daginn út og inn í krafti yfirburðastöðu sinnar í valdastrúktúr samfélagsins. Ekki misskilja mig samt – ég elska líka Egyptaland og í Kaíró var dásamlegt að vera. Ég hugsaði svo fallega til ykkar á meðan. Þið eruð kannski dálitlir þursar í samskiptum – en þið eruð milljón sinnum kurteisari og virðið konur milljón sinnum meira en kynbræður ykkar í Kaíró. Hér erum við jafningjar – nánast – enda vitum við að það þarf að laga aðeins til í valdakerfinu áður en fullkomnu jafnrétti er náð. En ég veit að þið viljið deila ábyrgðinni og eruð með okkur í því verkefni.

Íslenskir karlmenn, ég elska ykkur!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.