fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

„Nooru“ úr Skam líkt við Blake Lively í flottu viðtali í tímaritinu W

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska leikkonan Josefine Frida Petterson hefur notið gríðarlegra vinsælda síðan hún sló í gegn sem Noora Sætre í unglingaþáttunum Skam. Þættirnir gerðu allt vitlaust á norðurlöndunum en RÚV sýnir þættina hér á Íslandi og má nálgast þrjár fyrstu þáttaraðirnar á vefnum þeirra. Bandaríkjamenn hafa gengið frá samningum um sína eigin útgáfu af þessum þáttum og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir verða eftir að fá „Hollywood meðferðina.“ Josefine er algjör töffari í þáttunum og hefur hún meðal annars orðið til þess að stúlkur klippa hárið sitt til þess að líkjast henni.

Tímaritið W tók viðtal við hina tvítugu Josefine í Osló og talar hún þar um þessa skyndilegu frægð. Þar er henni líkt við leikkonuna Blake Lively sem sló gegn í þáttunum The Gossip Girl. Josefine segir að þessi skyndilega „frægð“ geti stundum verið skrítin:

„Eins og þegar fólk tekur myndir af mér sofandi á flugvelli eða þegar ég er að borða.“

Josefine var mynduð í norskri tísku fyrir blaðið W

Josefine er komin með yfir 800 þúsund fylgjendur á Instagram og þrátt fyrir að allar ungar stúlkur á norðurlöndunum vilji vera eins og Noora er hún er sjálf ekki aðdáandi hárgreiðslu og fatastíls karaktersins. Þetta er ekki einsdæmi en Jennifer Aniston hefur viðurkennt að hún hataði „Rachel klippinguna“ sem allir hermdu eftir þegar Friends var á toppnum.

„Þetta er skrítið. Nú þegar ég geng um í Osló, og sé aftan á fólk, hugsa ég stundum Er ég brjáluð? Allir eru byrjaðir að herma eftir stíl Nooru.“

Á netinu er mikið af hugmyndum fyrir þær sem vilja „stela stílnum“ hennar Nooru

Þættirnir Skam eru svona vinsælir því þeir fjalla um raunverulegar aðstæður unglinga. Persónurnar eru að þroskast, prófa áfengi, stunda kynlíf í fyrsta skipti, kljást við geðræn vandamál, koma út úr skápnum, rífast við vinkonur, lenda í sambandsslitum og svo framvegis. Josefine segist ánægð með að vita að þátturinn er að hjálpa krökkum í Noregi og víðar tala um sín eigin vandamál. Nefnir hún þá sérstaklega þáttinn sem snerist um kynferðislega misnotkun og að tilkynna atvikið til lögreglu.

„Ég fékk svo mörg skilaboð frá aðdáendum á Instagram eins og „Mér var nauðgað fyrir þremur árum og í dag sagði ég foreldrum mínum frá því, út af þínum karakter.“ Þetta hreyfir við mér. Það gerir mig svo ánægða að vita að fólk sér þetta ekki bara sem sjónvarpsþátt. Hann raunverulega hreyfir við fólki og hjálpar stúlkum að vera sterkari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.