fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

„Ég hef lært að lifa með og þykja vænt um það sem mér fannst óbærilegt“ – Aðalheiður Ósk deilir erfiðri reynslu

Heiða Ósk
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mig langar til að deila með ykkur reynslu sem breytti lífi mínu.

Reynslu sem ég hélt að ég gæti aldrei lært að lifa með.
Reynslu sem ég hélt að mér myndi aldrei þykja vænt um.
Reynslu sem ég hélt ég gæti aldrei talað um án þess að gráta.
Reynslu sem ég hélt að ég myndi aldrei sætta mig við.
Reynslu sem ég hef notað til að hjálpa öðrum sem hafa ekki haft trú að hlutirnir verði nokkurn tima aftur í lagi.

Þann 8. febrúar 2006 kl 16:30 fæddist litla heilbrigða stelpan mín, fullkomin en of lítil til að taka þátt í lífinu með fólkinu sem beið spennt eftir henni.


Eyrun mín og ennið mitt, varirnar hans pabba síns, fullkomin.
Mig langaði aldrei til að sleppa henni því það þýddi að ég gæti aldrei haldið á henni aftur.
En ég varð að sleppa henni.
Ég sleppti líkamanum hennar, ekki litlu stelpunni minni, maður sleppir aldrei barninu sínu.
Hún fór úr höndunum á mér yfir í hjarta mitt, þar er hún alla daga.
Fyrstu dagarnir án hennar eru ekki til.
Ég var reið, sár, hrædd, sorgmædd, buguð og brotin.
Vikurnar, mánuðirnir og árin liðu og einhvernvegin varð þetta allt bærilegra.
Reiðin hvarf, sorgin fer aldrei, ég væri að ljúga ef ég segði það.
En sorgin breyttist og varð bærileg.
Í dag er dagurinn hennar, dagurinn sem við fjölskyldan minnumst hennar sérstaklega, dagurinn sem börnin mín knúza mömmu sína aðeins meira, dagurinn sem við borðum köku og veltum því fyrir okkur hvernig lífið væri með litlu Birtuna okkar hjá okkur.
Á deginum hennar líður mér allskonar og þannig á mér að líða.
Allar hugsanir og tilfinningar eiga rétt á sér, núna og alltaf.
Þessi dagur hann kemur og hann fer.
Hún er partur af lífi mínu á annan hátt en ég hafði búist við en hef sætt mig við.
Hún er litla stelpan mín sem fylgir mér allt sem ég fer, í hjarta mínu.
Hún er litla stelpan mín sem kenndi mér og sýndi að ég get allt sem ég ætla mér.

 

Ég hef lært að lifa með og þykja vænt um það sem mér fannst óbærilegt.

Í dag á deginum hennar þá gat ég hlegið og brosað, liðið vel og átt góðan dag með sorginni og tárunum sem fylgja honum.
Hún er mín stærsta gjöf og mesti lærdómur.
Hún hefur hjálpað mér að hjálpa öðrum systrum sem sjá ekki dagana framundan og þannig gefið svo mikið af sér.
Fyrir hana er ég þakklát og auðmjúk yfir traustinu sem mér var sýnt þegar hún var send í líf mitt.
Pössum hvor aðra kæru systur og munum að það birtir alltaf til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald