fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025

„Það er ekki hægt að elska þig, því þú elskar þig ekki sjálf“ – Sara María breytti lífi sínu

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir þremur árum hreinsaði Sara María Júlíudóttir til í lífi sínu. „Ég tók þá ákvörðun að taka út það sem greinilega þjónaði mér ekki á sem bestan hátt eins og sykur, hveiti, kaffi, áfengi og fréttamiðla. Þegar maður býr til pláss fyrir eithvað nýtt myndast tækifæri sem maður vissi ekki af,“ segir Sara María í samtali við blaðakonu Bleikt.

Á þessum tíma var Sara að ganga í gengum allskonar breytingar og fór að spyrja sig spurninga sem ég hafði ekkert almennilega þorað að spá í eða ekki svarað áður.

„Ein aðalkveikjan að þessarri vakningu var að ég var nýkomin úr sambandi og ein síðustu orð kærastans voru þau sömu og kærastinn á undan honum sagði við mig, þrátt fyrir að þeir hafi ekki þekkst: „Það er ekki hægt að elska þig, því þú elskar þig ekki sjálf“.

Sara segist hafa gert sér grein fyrir að þarna væri eithvað sem þeir sáu sem hún sá ekki sjálf. „Þar með byrjaði: „hvernig læri ég að elska sjálfa mig“-sumarið mitt og var þetta hluti af því að koma fram við mig eins og ég myndi koma fram við þann sem ég elska, að vilja þeim aðeins það besta, og það var ekki nóg að bara vilja, það þurfti líka að gera.“

Sara ásamt kærastanum sínum honum Javi sem er húðflúrlistamaður á Memoria Collective.

Sara lýsir áhrifunum sem breytingarnar höfðu svona:

„Að taka út allt þetta drasl sem að við höldum að sé næring eða notum til að deyfa okkur breytir mjög miklu fyrir líkamann. Við vitum að það virkar ekki að vatnblanda bensín, það virkar ekki fyrir það kerfi sem er í bílnum en við myndum gera það því það er ódýrara þrátt fyrir að vita að það myndi tæra vélina. Það sama gerum við við líkamann, því við komumst upp með það.“

Hún segir orkuna og almenna líðan fara á allt annað plan, og talar til dæmis um „þynnkuna“ sem fylgir því að taka sykur út úr mataræðinu. „Við vitum öll að hún helst meðal annars í hendur við sykurmagnið sem við innbyrðum. Maður losnar einfaldlega við þessa daglegu þynnku sem fylgir því að neyta þess sem þjónar ekki líkamanum.“

Að hætta að fara inn á fréttamiðla segir Sara hafa verið ótrúlega frelsandi.

„Maður eyður nógu miklum tíma á Facebook og netinu og þetta var bara tilraun sem höfðaði vel til mín. Ef ég klikkaði óvart á einhvern hlekk var ég meðvituð um að loka honum og lesa ekki fréttina. Það sem kom á óvart var að ég var ekki að missa af neinu og losnaði þarna við helling af óþarfa út úr lífinu mínu, og ég var ekki að fara að gera neitt í. Eftir á fannst mér þetta eins og að vera alltaf að dýfa hausnum ofan í kakósúpupott, hræra aðeins í bíta kanski í eina og eina lina tvíböku og draga hasinn upp, útúrsósaðan og hvað svo, næsti pottur, meiri kakósúpa?“

Smám saman fór Sara María í sama gamla gírinn og þann 31. desember síðastliðinn var hún komin hér um bil í sama far og fyrir þremur árum.

„Ég byrjaði aftur af alvöru þann 1. janúar. Ég fann að ég var ekki tilbúin í desember og gaf mér þann mánuð að leyfa mér það sem mig langaði og leyfa mér að hafa ekki viljastyrkinn til að gera meira en ég gat. Mér líður aldrei betur en þegar ég neyti svona hreinnar fæðu og fókusa bara á mína tilvist og hamingju.“

Sara mælir með breytingum, að minnsta kosti hjá þeim sem finna einhverja löngun til að hreinsa líf sitt. „Það getur orðið hluti af því að ná fullu valdi á eigin styrk og tilvist. Ég til dæmis gerði mér enga grein fyrir því að líf mitt var fullt af lífi annarra. Ég ráðlegg fólki að loka augunum og spyrja sig, hvað í heiminum gerir mig mest hamingjusama/n? Er ég að gera eithvað til að uppfylla þessa ósk min? Elska ég sjálfa/n mig? Hvernig fer ég að því?

Vanlíðan okkar á svo mismunandi rætur en það sem við eigum öll sameiginlegt þegar við erum á þeim stað er að við vanrækjum eithvað af okkar þörfum, hverjar sem þær eru hjá hverjum og einum, og við vitum ekki einu sinni af því.“

Að lokum forvitnast blaðakona um hvað sé á döfinni hjá Söru Maríu þessa dagana.

„Það er bara mjög rólegt þessa dagana hjá mér, annað enn að vinna að andlegu og líkamlegum markmiðum. Ég er að lesa magnaðar bækur sem eru að kenna mér margt um tilfinningalegan vöxt og svo er ég að æfa í Mjölni og langar að ná meiri færni í því sem þeir hafa upp á að bjóða þar.
Það var einmitt þannig að það þurfti alltaf að vera eithvað mikið og merkilegt að gerast hjá mér til þess að mér fyndist ég vera lifandi eða nóg en svo lengi lærir sem lifir og loksins fattaði ég fattið!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Bíll í Reykjavíkurhöfn
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United goðsögnin tók liðið af lífi – „Pund fyrir pund er þetta versta fótboltalið Englands“

United goðsögnin tók liðið af lífi – „Pund fyrir pund er þetta versta fótboltalið Englands“
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda“

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda“
433
Í gær

Manchester United lýkur árinu í 14. sæti – Chelsea tapaði óvænt

Manchester United lýkur árinu í 14. sæti – Chelsea tapaði óvænt
Pressan
Í gær

Muna ekki hvernig þau sluppu ein lifandi úr flugslysinu skelfilega

Muna ekki hvernig þau sluppu ein lifandi úr flugslysinu skelfilega

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.