fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024

Erna Kristín: „Glöð að ég varð ekki mamman sem ég ætlaði mér að verða“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sit hérna upp í sófa & vona að litla barnið sé dottið út. Ég horfi á skítugt gólfið, þvottahrúguna, uppvaskið, dótið, krotið á veggjunum, hundinn sem er í spreng og andvarpa. Þetta er allt að ske akkúrat núna, á meðan ég skrifa þetta. Ég er með óteljandi verkefni hangandi yfir mér sem koma úr öllum áttum. Skólinn, vinnan, fyrirtækið og húsverkin. Ég er að reyna að byrja koma mér í ræktina, þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það er að ganga… (smá pása, litli er að kalla, ég er að pæla í að fela mig á bakvið sófa, jú eða loka mig inni á klósetti og hætta að vera til í smá stund).

Svona hefst pistill Ernu Kristínar pistlahöfundar á Króm – þar sem hún fjallar um móðurhlutverkið.

Bleikt fékk góðfúslegt leyfi til að birta þennan skemmtilega pistil. Erna heldur áfram:

15 mínútum seinna

Á meðan ég var inni á klósetti þá bættust við önnur óteljandi verkefni á hin óteljandi. Ég þarf að fara í sturtu, svo sé ég líka að það þyrfti að þvo klósettið og þvo sturtuhengið (gerir fólk það almennt?). Jæja… þetta fær að mæta afgangi. En þessi pistill átti ekki að snúast um öll verkefnin sem ég á eftir að gera, heldur á hann að snúast um pressuna sem við setjum á okkur sem foreldrar, glansmyndina sem við sjálf búum til af okkur sem foreldrum áður en við eignumst börnin okkar.

Fyrstu vikuna með barnið heima brotnar þessi glansmynd… oft. Sem þýðir að allar þær kröfur og væntingar sem þú hafðir sett á þig sem foreldri eru strax í molum. Afhverju gerum við okkur þetta? Eða er það bara ég? Efast um það.

Já… hér er smá sýnishorn, ætla nú að gefa mér það að þetta er vanalega ekki svona slæmt, kannski stundum, en ókei þetta á líka til að vera einsog á myndinni fyrir ofan, sjaldnar líklega… en hvað um það.

  • Ég ætlaði að verða mamman sem væri komin í form fyrir 1 árs afmælið hjá syninum… ég er enn að reyna, hann er að verða 3 ára.
  • Ég ætlaði að vera mamman sem væri alltaf með hollan (helst vegan) mat í kvöldmatinn.
  • Ég ætlaði að vera mamman sem maukaði sjálf.
  • Ég ætlaði að vera taubleyjumamma.
  • Ég ætlaði að vera mamman sem myndi ekki leyfa mat uppí sófa eða kinderegg í morgunmatinn… (lofa að það gerist ekki oft).

Þessar myndir hér að ofan eru mjög lýsandi fyrir gorminn okkar.
Við eignuðumst yndislegan, heilbrigðan, duglegan (stundum of) strák… Sem aldrei svaf.
Fyrstu mánuðirnir fóru sem sagt í almenna bugun. Ég tók mér ekki pásu frá skólanum & Bassi tók sér ekki pásu frá vinnu, einfaldlega vegna þess að barnabæturnar pössuðu að það væri alls ekki hægt að taka sér smá breik og anda… en það er efni í annan pistil.

Það sem ég er að reyna að segja er:

Gefum okkur smá hrós, hættum að setja þessar kröfur á okkur sem foreldrar. Hættum að brjóta okkur niður fyrir að „mistakast” eða hafa ekki orku í að elda, taka til eða finna samstæða sokka. Hættum að setja óraunhæfa glansmynd á heimilið, uppeldið, sambandið, lífið, sem mun síðan brotna og við með. Reynum frekar að einblína á það góða sem við höfum.

Ég ætla að fara æfa mig í því… Ég er í fullu háskólanámi, ég hef aldrei fallið. Ég rek mitt eigið fyrirtæki, sem gengur mjög vel, Ég skrifa pistla ásamt því að auglýsa fyrir fyrirtæki og halda uppi mjög stórum snapchatt aðgangi (Ernuland), sem heldur áfram að opna allskonar tækifærishurðir fyrir mig og mína, ég viðurkenni að þetta er langt yfir 200% vinna sem ég hef komið mér í, sem jú bitnar oft á heimilsstörfunum, ræktinni eða öðru… sökum þreytu en það er ýmislegt annað sem ég hef í staðinn, ég einblíni á jákvætt uppeldi og heimilið er heimili en ekki tímarit.

Ég sit frekar og leik við strákinn minn heldur en að skúra. Ég fæ mér stundum einn ískaldan bjór á kvöldin frekar en að brjóta saman þvottinn. Þessi húsverk geta alveg beðið þar til á morgun, jú eða hinn. Ég held að lífið haldi fullkomlega áfram þrátt fyrir klístrað gólf & þvottahrúgu. Það sem skiptir máli er að strákurinn okkar er glaður. Ég held þetta hljóti bara að sleppa.

Ég er glöð að ég varð ekki mamman sem ég ætlaði mér að verða, því mamman sem ég er í dag er miklu slakari, raunhæfari og flottari mamma en ég þorði að vona að ég yrði.

  • Ég vil núna gefa ykkur öllum smá „heimalærdóm” það er að:
  • hætta óraunhæfri foreldra-glansmynd
  • samþykkja að mistök eru mannleg
  • huga að sjálfum ykkur
  • knúsa & leika við börnin ykkar oftar en þið’setjið saman samstæð sokkapör

Því ég skal lofa ykkur því að barnið mun muna betur eftir knúsunum og leikjunum heldur en hvort heimilið hafi verið eins og snýtt út úr Ajax brúsa eða ekki.
Njótum, elskum og slökum.

xx

Erna Kristín


Pistillinn birtist fyrst á Króm.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United vill bakvörð PSG – Sagður vilja komast burt sem fyrst

United vill bakvörð PSG – Sagður vilja komast burt sem fyrst
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Áralangar nágrannaerjur í Vogum

Áralangar nágrannaerjur í Vogum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fær að æfa en ekki með öðrum leikmönnum liðsins

Fær að æfa en ekki með öðrum leikmönnum liðsins
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Segir flugeldasölu til almennings ekkert annað en ofbeldi

Segir flugeldasölu til almennings ekkert annað en ofbeldi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester City að missa annan efnilegan leikmann?

Manchester City að missa annan efnilegan leikmann?
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segist ekki vera heimskur og veit að gengið þarf að batna – ,,Trúi að ég sé rétti maðurinn“

Segist ekki vera heimskur og veit að gengið þarf að batna – ,,Trúi að ég sé rétti maðurinn“