fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025

Emma Stone hefur sagt sömu PowerPoint söguna síðan áður en hún var fræg

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikkonan Emma Stone er að skjótast hraðar og hærra upp á stjörnuhimininn en nokkru sinni fyrr. Frammistaða hennar í La La Land hefur tryggt henni fullt af verðlaunum og tilnefningum, þar á meðal Golden Globe verðlaun, SAGA verðlaun, Bafta tilnefningu og Óskarstilnefningu.

Emma Stone er mjög heillandi og skemmtileg persóna. Hún er í miklu uppáhaldi hjá okkur á Bleikt og finnst okkur sérstaklega gaman að horfa á viðtöl með henni. Brandararnir og sögurnar hennar koma manni alltaf í gott stuð, en eina sögu hefur hún sagt síðan áður en hún varð fræg. Það er ávallt sama sagan um PowerPoint og hvernig hún sannfærði foreldra sína að leyfa sér að flytja til Hollywood þegar hún var táningur.

Sagan er nokkurn veginn svona:

Á unglingsárunum var Emma Stone harðákveðin í að flytja til Hollywood og verða stjarna. Hún ákvað að besta leiðin til að sannfæra foreldra sína til að leyfa sér að fara væri að halda PowerPoint sýningu fyrir þau.

Hún hefur sagt þessa sögu í mörgum viðtölum síðan 2009 og við munum örugglega heyra þessa sögu oft næstu vikurnar fyrir Óskarsverðlaunahátíðína. Emma Stone er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í La La Land og mun eflaust koma víða fram í viðtölum til að kynna sig og myndina.

Vox segir að þessi saga sé orðin þreytt og það sé kominn tími til að Emma Stone finni aðra „krúttlega nörda“ sögu til að segja í viðtölum. Þetta er samt frekar skemmtileg saga, og okkur á Bleikt finnst kannski ekki alveg rétt að setja hana á hilluna…

Horfðu á Emmu segja söguna í spjallþætti Jimmy Kimmel:

Hvað finnst ykkur kæru lesendur? Sagan orðin þreytt eða jafn sjarmerandi og hún var fyrst?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

„Þetta er eitt stærsta mál samfélagsins og eitthvað sem við verðum að vinna saman”

„Þetta er eitt stærsta mál samfélagsins og eitthvað sem við verðum að vinna saman”
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Linda fékk 44 milljónir í sinn vasa um helgina – Svona fór hún að því

Linda fékk 44 milljónir í sinn vasa um helgina – Svona fór hún að því
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Jón Viðar varpar áhugaverðu ljósi á sjógang síðustu daga – „Fullkomlega óskiljanlegt“

Jón Viðar varpar áhugaverðu ljósi á sjógang síðustu daga – „Fullkomlega óskiljanlegt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Glæsilegt mark Jóhanns tilnefnt sem það fallegasta í Sádí – Smelltu hér til að kjósa

Glæsilegt mark Jóhanns tilnefnt sem það fallegasta í Sádí – Smelltu hér til að kjósa
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmenn Fulham fögnuðu rosalega í klefanum á Old Trafford – Sjáðu hvernig þeir skemmtu sér

Leikmenn Fulham fögnuðu rosalega í klefanum á Old Trafford – Sjáðu hvernig þeir skemmtu sér
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gula spjaldið hættir á X-inu

Gula spjaldið hættir á X-inu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.