Söngkonan Madonna hefur fengið leyfi til þess að ætleiða tvíburasystur frá Malaví. Stúlkurnar heita Esther og Stella og eru fjögurra ára gamlar. Málið var tekið fyrir hjá dómstólum í Malaví og niðurstan mikið gleðiefni fyrir Madonnu en nú mega stúlkurnar fara með henni til Bandaríkjanna.
Mlenga Mvula talsmaður dómstólsins sagði við AFP fréttastofuna í dag: „Ég get staðfest að Madonna hefur fengið leyfi til þess að ættleiða tvö börn.“ Þegar Madonna mætti fyrir dómara í Malaví fyrir tveimur vikum fóru af stað sögusagnir um mögulega ættleiðingu, hún neitaði því þó samdægurs. Svo virðist sem hún hafi ekki viljað láta fjalla um ættleiðinguna fyrr en dómarinn hefði ákveðið sig.
Madonna er 58 ára gömul og á fyrir fjögur börn. Hún á 19 ára dótturina Lourdes og 15 ára son sem heitir Rocco en hann eignaðist hún með fyrrverandi eiginmanni sínum, Guy Ritchie. Madonna á einnig tvö ættleidd börn frá Malaví, David Banda og Mercy, en þau eru bæði 11 ára.