fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025

Ragga Eiríks fer í ballett – „Ég efast ekki um að glæsileiki yfirborðsins hafi einhvern tíma verið meiri“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 6. febrúar 2017 20:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig dettur 45 ára gamalli þriggja barna ömmu í góðum holdum í hug að draga fram eldgamla útslitna ballettskó og skella sér í balletttíma? Já, nú klórið þið ykkur eflaust í hausnum. En þetta gerði ég um daginn, eftir að gömul og góð vinkona mín, Ylfa Edith Jakobsdóttir, deldi því á facebook að hún væri á leið í ballettíma fyrir fullorðna um kvöldið. Inni í mér spratt upp mikil og ólgandi nostalgía – mig langaði að mæta líka! Ég hafði þess vegna samband við Plié, sem er dansskólinn, og spurði hvort ég mætti mæta í tíma um kvöldið með það að markmiði að skrifa um hann grein. Það var auðsótt og rétt fyrir átta var ég mætt í gallanum, með snúð í hári alla leið upp í Víkurhvarf, sem var nú talsvert átak fyrir 101-konuna.

Í gamla daga var ég nefnilega mikið í dansi. Frá 10 ára aldri stundaði ég jassballett af miklum móð, og 14 ára var ég farin að kenna smákrökkum. Næstu árin kenndi ég ýmislegt, bæði dans og leikfimi ýmiss konar. Já ég sver það! Ég kenndi í Jazz-sporinu (sem var heimavöllurinn á Hverfistgötu 105), í Mætti, í Baðhúsinu og síðast í Kramhúsinu. Þegar ég varð ólétt og fékk í annað sinn kvalafulla grindargliðnun árið 2002 var nóg komið og ég lagði svitabandið á hilluna.

Sönnun:

Í tímann mættu margar konur – líklega frá þrítugu hér um bil og upp úr. Ég var vissulega í eldri kantinum, og jú líka í þeim þyngri. Ég efast ekki um að kílóamissir síðustu 12 mánuða hafi haft mikið með það að gera að ég skyldi ekki velja mjúka sófann og Netflix þetta ískalda febrúarkvöld – en langt er þó í land að ég teljist hafa nokkurn ballerínuvöxt. Þegar líða tók á tímann varð mér líka fullkomlega ljóst að mun styttra var síðan margar viðstaddar voru síðast í balletttíma. En það var nú í góðu lagi.

Nú jæja! Tíminn hófst, æfingar við stöng – eins og er til siðs í klassískum ballett – og vöðvaminnið hrökk í gang. Ég efast ekki um að glæsileiki yfirborðsins hafi einhvern tíma verið meiri – en ánægjan var ekki síðri núna, öllum þessum árum seinna.

Eftir stöngina fórum við út á gólf, svo í hornið og svo aftur út á gólf, og já, það voru splittstökk og hringir – því miður eyðilögðust myndbönd af því í ferðalaginu aftur heim á Skólavörðustíg!

Hluti hópsins í arabesque!

Það sem var erfiðast:

  • Allt sem krafðist þess að fótleggir færu upp fyrir 45 gráður og héldust þar lengur en 0.5 sek.
  • Stökk – kraftinn vantaði… ehm…
  • Hringir – það var erfiðara en áður að halda fókus í horninu.
  • Grand plié (djúpar beygjur um báða hnjáliði) – sérstaklega í fyrstu, fimmtu og fjórðu position

En vá hvað það var gaman! 

Allar sprellifandi eftir tímann!

Ég ákvað að hringja í Ylfu vinkonu og athuga hvernig henni hafði fundist í tímanum. Hún var líka í jassballett í gamla daga og hafði lengi langað að finna góða danstíma fyrir fullorðna.

„Mig langaði að bregðast við þessari margra ára löngun til að dansa – því ég elska að dansa. Ég er búin að fara á nokkur námskeið í Kramhúsinu í Afró og Bollywood og fleiru, en langaði í eitthvað meira í ætti við jassballettinn. Loksins hnaut ég um þessa fullorðinstíma í nútímadansi og ballett í Plié. Dansskólinn er þar að auki í hverfinu mínu.“

Ylfa var búin að mæta í nútímadanstíma, en ballettinn var nýr fyrir henni.

„Þetta var alveg ný áskorun, ég man ekki einu sinni eftir að hafa langað það. Þetta passaði samt vel inn í lífið mitt núna því ég er öll í því að skora á sjálfa mig og prófa hluti sem ég hef ekki gert áður. Ég er með „bucket“-lista með 100 atriðum sem mig langar að prófa. Kannski er þetta miðaldurskrísa, eð fyrir konu sem er að koma úr þriggja barna ungamömmu fasa er þetta frábært. Mig langaði bara að gera eitthvað fyrir sjálfa mig – vera dálítið eigingjörn svona einu sinni – eða hundrað sinnum!“

En hvernig skyldi Ylfu líða eftir tímann?

„Ég er að drepast í hnjánum, en það var sko vel þess virði. Þetta var svo skemmtilegt og fyndið. Sumar þarna voru mjög þokkafullar og greinilega miklar ballerínur. Ég var eldri en flestar og 30-40 kílóum þyngri en margar – en mér er svo slétt sama. Það er dásamleg tilfinning að skora á sig og reyna á líkamann á öðruvísi hátt. Ég fann fyrir vöðvum sem ég vissi ekki einu sinni að væru til.!“

Við Ylfa erum sammála. Tíminn var frábær, og Aldís Gunnarsdóttir kennari, sem pósar hér á myndinni, fær toppeinkunn hjá okkur. Takk Plié!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Davíð Snorri mun starfa með Arnari – Aðeins ein breyting gerð á teyminu

Davíð Snorri mun starfa með Arnari – Aðeins ein breyting gerð á teyminu
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valur Páll lýsir lygilegri uppákomu í fluginu til Króatíu – „Svo allt í einu kemur þessi spurning“

Valur Páll lýsir lygilegri uppákomu í fluginu til Króatíu – „Svo allt í einu kemur þessi spurning“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Útgefandi varpar sprengju um Geirfinnsmálið – Lögreglumenn hafi afvegaleitt rannsóknina af persónulegum ástæðum

Útgefandi varpar sprengju um Geirfinnsmálið – Lögreglumenn hafi afvegaleitt rannsóknina af persónulegum ástæðum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.