Útslitakeppnin í amerískum fótbolta, Super Bowl, fór fram í gærkvöldi. Þetta er langstærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna og því mikið í hann lagt. Einnig er þetta lang dýrmætasti auglýsingatími ársins þar sem fyrirtæki borga gríðarlegar fjárhæðir fyrir að sýna auglýsingar sínar á besta tíma. Auglýsingarnar hafa með tímanum orðið órjúfanlegur þáttur af Super Bowl skemmtuninni þar sem menn gagrýna þær jafnvel eftir á og flokka þær bestu frá þeim verstu. Hér eru nokkar sem okkur þótti skara fram úr!
Þekktasta bruggsmiðja Bandaríkjanna var stofnuð þegar tveir innflytjendur, Eberhard Anheuser og Adolphus Busch, hittust í St. Louis. Auglýsingin er augljós gagnrýni á innflytjendastefnu Trump og sýnir hvernig innflytjendur hafa í gegnum tíðina haft ríkuleg áhrif á bandaríska sögu og menningu.
Bílaframleiðandinn Audi berst fyrir jafnrétti kynjanna og hefur þá stefnu að greiða sömu laun fyrir sömu vinnu. Þessi auglýsing setur mikilvægi þess í tilfinningalegt samhengi sem ætti að hreyfa við flestum.
https://www.youtube.com/watch?v=G6u10YPk_34
Þessi magnaða auglýsing er enn harðari ádeila á innflytjendastefnu Trumps og vegginn sem hann vill byggja á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hún þótti of umdeild til þess að sýna í bandarískju sjónvarpi en var klippt til fyrir Super Bowl. Áhorfendum var vísað á vefsíðuna journey84.com til þess að sjá hana í heild. Hér má sjá auglýsinguna í fullri lengd.
https://www.youtube.com/watch?v=4p5n2kc-xDI
Það hefur orðið uppi fótur og fit í leynisamtökunum vegna þess að einhver lekur ítrekað sannleikanum til almennings. Hvers eiga meðlimir þess að gjalda þegar öll heimsbyggðin veit hversu hollt það er að borða avókadó?
https://www.youtube.com/watch?v=VneoEvAJX0g
Það er eins gott að tryggja sitt lén áður en einhver annar tekur það. Kíktu bara á johnmalkovich.com!
Melissa McCarthy er seinheppinn náttúruverndarsinni í þessari skemmtilegu auglýsingu frá Kia.
https://www.youtube.com/watch?v=1dQ9a5EFZeI
Kvikmyndahasar og vefsíðugerð eru ákveðnar andstæður sem mætast á skemmtilegan hátt í þessari auglýsingu með Gal Gadot og Jason Statham í aðalhlutverkum.
Brett Favre, fyrrverandi leikmaður í amerískum fótbolta, er með ýsmar samsæriskenningar um mistök sín á ferlinum. En eru þær kannski sannar? Íslenski leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk í þessari skondnu auglýsingu.