Fyrirsætan Iskra Lawrence heldur áfram að gleðja okkur með því að láta rödd sína heyrast um jákvæða líkamsmynd. Hún deildi tveimur sjálfsmyndum hlið við hlið, önnur myndin sýnir fellingarnar á maganum hennar og á hinni myndinni er maginn hennar flatur og teygður. Með myndinni skrifaði hún frábær skilaboð um að samþykkja og elska líkamann sinn.
Sjá einnig: Fyrirsæta var kölluð feit belja á Instagram og svarið hennar var frábært
„Fellingarnar þínar eru fallegar. Okkur er talin trú um annað vegna þess að við sjáum þær ekki í fjölmiðlum nema það sé verið að gera grín að einhverjum fyrir að fitna. Þetta er EKKI sannleikurinn og ekki í lagi.“
„Ég vildi sýna ykkur hvernig líkaminn minn lítur út þegar ég er slök og þegar ég er að stilla mér upp. Þið sjáið hversu auðvelt það er að hagræða hvernig líkaminn lítur út.“
Iskra hefur verið í fyrirsætubransanum í 13 ár og segir frá því hvernig allar myndir sem eru valdar af henni í nærfötum eða sundfötum eru þær myndir þar sem maginn hennar er flatur.
„Í langan tíma fékk það mig til að halda að þannig ætti líkaminn minn að líta út… En hlutirnir eru að breytast.“
Sjá einnig:
Fyrirsæta var kölluð feit belja á Instagram og svarið hennar var frábært