Broddgeltir finnast ekki í íslenskri náttúru en hins vegar hafa þeir mjög mikla útbreiðslu á heimsvísu og finnast á stórum svæðum í Asíu, Afríku og Evrópu. Broddgeltir finnast í ýmsum nágrannalöndum okkar eins og Danmörku og Bretlandseyjum. En þrátt fyrir að íslenska náttúran hefur svipt okkur þeirri gleði sem fylgir því að sjá krúttlegan broddgölt, því þeir eru nú svo hrikalega sætir og krúttlegir, þá þurfið þið ekki að örvænta. Hér er veglegt myndasafn af ofurkrúttlegum broddgöltum sem Bored Panda tók saman. Njótið og passið að krútta ekki yfir ykkur!