Það þekkja flestir þann ótta að senda skilaboð á einhvern annan en átti upprunalega að fá þau. Margir hafa lent í þessu og jafnvel sent skilaboð á manneskjuna sem skilaboðin fjölluðu um. Nú er sá ótti óþarfur því hægt er að henda skilaboðum þannig að hvorki þú né viðtakandinn getið séð þau og fagna allir notendur Instagram þessu. Leiðbeiningar má sjá hér fyrir neðan hvernig þú lætur Instagram skilaboð hverfa að eilífu.