fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Eva Sjöfn og Baldur telja mikilvægt að sinna líðan nýbakaðra feðra – Bjóða HAM námskeið

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 1. febrúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir meistaranemar í klínískri sálfræði í Háskólanum í Reykjavík, Eva Sjöfn Helgadóttir og Baldur Hannesson, hafa sett í gang spennandi verkefni sem tengist feðrum ungra barna og hugrænni atferlismeðferð, sem oftast er kölluð HAM. Blaðakona ákvað að heyra í þeim og kanna hvað þeim gengur til með uppátækinu.

Baldur og Eva Sjöfn.

„Við erum að rannsaka hvort að feður með börn á fyrsta aldursári sækist eftir því að koma í hópmeðferð og hvort að sú hópmeðferð sýni árangur. Við erum búin að vera með einn hóp og erum nú i næstu viku að fara af stað með annan hóp.“

Í pabbahópnum leggja Eva Sjöfn og Baldur upp með að kenna feðrum hugræna atferlismeðferð (HAM) sem reynst hefur vel til að takast á við ýmiskonar vanlíðan, eins og streitu, kvíða og depurð.

„Á námskeiðinu er farið yfir hvernig hugsanir okkar hafa áhrif á það hvernig okkur líður og hvernig við högum okkur, en ekki ytri atburðir. Kenndar verða ýmsar aðferðir til að endurskoða hugsanir okkar og ætlum við að skoða það út frá föðurhlutverkinu nú í fyrsta sinn.“

Þau skoða það hvernig hugsanir, hegðun og líðan tengjast og skoða leiðir til að breyta hugsunarhætti.

 „Námskeiðið sem við höfðum til hliðsjónar hefur áður verið notað, og er enn notað, á ýmsum stöðum en við höfum nú sniðið það sérstaklega að nýbökuðum feðrum. Ástæðan fyrir því að við völdum það að kynna námskeið fyrir feður er sú að okkur fannst mikil þörf vera fyrir það í samfélaginu. Auk þess langaði okkur að gera eitthvað nýtt og reyna að sýna fram á að þarft sé að huga að báðum foreldrum þegar þeir eignast barn. Feður upplifa sömu tilfinningar og mæður og er því mikilvægt að sinna þeirra líðan rétt eins og hjá mæðrum.“

Það er markmið námskeiðshaldaranna að þátttakendur læri nýjar aðferðir til að takast á við aðstæður og tilfinningar sem eru erfiðar.

„Þetta er ákveðin tækni til þess að eiga við óhjálplegar hugsanir og breyta hegðun sem að getur einnig verið óhjálpleg. HAM aðferðir geta nýst hverjum og einum við að skora á sjálfan sig, setja sér markmið og endurmeta hugsanir. Þetta eru einungis fimm tímar og það verður skemmtileg fræðsla í hverjum tíma með mismunandi áherslum. Það getur líka verið mjög gaman að hitta aðra feður, þeir hafa sumir deilt reynslu sinni og ráðlagt hver öðrum. Við vonum bara að þetta nýtist öllum þátttakendum á einn eða annan hátt.“

Ekki er gert ráð fyrir að krílin mæti með á námskeiðið en ef engin pössun er í boði eru þau meira en velkomin, að sögn Evu Sjafnar og Baldurs.
Þeir sem að hafa áhuga á að kynna sér námskeiðið og jafnvel taka þátt geta farið inn á síðuna www.facebook.com/pabbahopur eða sent Evu Sjöfn og Baldri tölvupóst á netfangið pabbahopur@gmail.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Adam: „Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin“

Adam: „Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ása sögð ætla að selja húsið þar sem Rex lagði á ráðin um hin djöfullegu myrkraverk

Ása sögð ætla að selja húsið þar sem Rex lagði á ráðin um hin djöfullegu myrkraverk
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ekki í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan í janúar – ,,Sýnum öllum hópnum traust“

Ekki í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan í janúar – ,,Sýnum öllum hópnum traust“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Fleygði óvart hundrað milljörðum króna á haugana – Nú vill hann reyna að endurheimta peningana

Fleygði óvart hundrað milljörðum króna á haugana – Nú vill hann reyna að endurheimta peningana