fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

„Ég verð klökkur núna við að skrifa þetta“ – Árni Björn komst í hann krappan á fjalli í gær

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 1. febrúar 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Björn Helgason á það til að þvælast um landið með kvikmyndagerðarfólk frá öllum heimshornum, enda rekur hann fyrirtækið Production Service Iceland. Í gær var hann á ferðinni í Reykjadal með tökulið frá Japan og komst heldur betur í hann krappan.

Árni Björn Helgason – vanur og vel búinn fjallamaður. 

„Það vildi ekki betur til að ég datt á ís og reif vöðva í hnénu á mér. Það var ekki séns að ég hefði geta labbað niður enda kominn 2.5 km af 3 km. Það var ekkert annað að gera en að hringja í Neyðarlínuna,“ segir Árni í færslu á facebook síðu sinni.

Eftir um það bil klukkutíma bið voru sjúkraflutningarmenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands mættir upp í Reykjadal til Árna.

„Þau hafa sennilega hlaupið upp þar sem það tók okkur meira en klukkutíma að labba þangað.“ Björgunarsveitarfólk frá Landsbjörgu bættist svo í hópinn, en að sögn Árna voru líklega um 20 manns komnir honum til bjargar á endanum, og fleiri á leiðinni úr Reykjavík og Kópavogi. Skilyrði gerðu það að verkum að hvorki var hægt að notast við snjósleða eða fjórhjól – þar af leiðandi þurfti að bera Árna sem leið lá niður fjallið á börum. Þegar Árni hafði verið borinn hálfa leið niður óskaði sjúkraflutningafólki eftir því að Landhelgisgæslan mundi senda þyrlu eftir Árna.

„Um 3 klukkutímum eftir að ég dett er ég kominn á spítala undir læknishendur. Ég var mjög vel búinn innan um fólk sem að var að skottast á gallabuxum og strigaskóm. Slysin gera svo sannarlega ekki boð á undan sér alveg sama hvað maður reynir en svona gallabuxnafólk hefði sennilega getað orðið úti ef að þetta hefði komið fyrir það.“

Árni er þakklátur þeim sem komu honum til bjargar í gær. „Ég verð klökkur núna við að skrifa þetta vegna þess að ég veit ekkert hvaða fólk þetta var sem að fór úr vinnu til að koma og bjarga mér og ég get ekki þakkað þeim nóg. Mig hryllir við þeirri tilhugsun ef þetta fólk gæfi ekki sína vinnu og sinn frítíma til að bjarga okkur, svo að við getum farið heim til þeirra sem við elskum. Að öllum öðrum ólöstuðum var sjúkraflutningastelpan klárlega hetjan mín og vil ég þakka henni sérstaklega.“

Neyðarkallar – ein af leiðum björgunarsveitanna til fjáröflunar.

Árni segist alltaf hafa reynt að kaupa sem mesta þjónustu af björgunarsveitum í verkefnum sínum sem tengjast kvikmyndagerð. „Ég hélt ekki að ég myndi þurfa á þeirra aðstoða að halda og við bíófólk ættum að gera meira af því. Jú þeir eru aðeins dýrari en aðrir, en við fáum það margfalt til baka. Kaupum kallinn, Gerumst bakhjarlar, kaupum flugelda og þeir sem að sjá sér fært, gerist björgunarsveitarmenn.“
Árni Björn minnist líka á starfsfólk LSH í Fossvogi – segir það eiga skilið betri vinnuaðstöðu þó svo að hann hafi fengið 100% þjónustu.

Að lokum segir Árni:

„Verum þakklát fyrir það sem við eigum og höfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.