Einstaklingar eru mismikið smámunasamir sem er alveg fínt, það væri ekkert gaman að lífinu ef allir væru eins. Þessar myndir hér fyrir neðan eiga það sameiginlegt að fara í taugarnar á mjög mörgum og sumir gætu átt mjög erfitt með að horfa á þær. Hvernig þér líður við að skoða þær gæti sagt eitthvað um það hversu mikla fullkomnunaráráttu þú ert með.