fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Vera ættleiddi lemúr – „Vonandi get ég kíkt á hana einhverntímann“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 30. janúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpskonan og vitringurinn Vera Illugadóttir er búin að ættleiða lemúr! Já, þið rekið eflaust upp stór augu, því lemúrar eru jú fjarri því að þrífast á Íslandi, en þessi býr dálítið langt í burtu. Við heyrðum í Veru til að forvitnast um litla lemúrinn hennar.

„Þetta er svipað og fólk sem gerist heimsforeldrar fátækra barna og munaðarleysingja úti í heimi, nema hvað ég styrki lítinn músalemúr sem býr á lemúrarannsókna – og verndunarstöð í Duke-háskóla í Norður-Karólínu,“ segir Vera í samtali við blaðakonu Bleikt.

Hér sjást ættleiðingarpappírarnir.

Hún hafði lengi fylgst með starfi þessarar rannsóknastöðvar sem er leiðandi í rannsóknum og verndum lemúra á heimsvísu. „Þegar ég sá svo að þeir buðu upp á „ættleiðingar“ fannst mér sjálfsagt að styðja það starf.“

Lemúrar í uppáhaldi

„Lemúrar eru meðal minna uppáhalds dýra, og ég rek auðvitað vefritið Lemúrinn.is með öðrum. Þetta eru mjög merkilegar og fjölbreytilegar skepnur, og í gríðarlegi mikilli útrýmingarhættu, svo mér finnst mikilvægt styðja verndunarstarf í þeirra þágu.“

Hér er hún Thistle að gæða sér á einhverju góðgæti.

Lemúrinn hennar Veru er svokallaður músalemúr, sem er minnsta lemúrategundin, á stærð við mús eins og nafnið bendir til. „Hún heitir Thistle, er kvenkyns, fimm ára gömul, og samkvæmt pappírunum sem ég hef fengið um hana er hún fjörug og hefur gaman af því að stökkva milli trjágreina og éta maðka.“

Gætu hist

Svo heppilega vill til að eitt af því sem er innifalið í ættleiðingunni er að Vera má koma og heimsækja rannsóknarstöðina og þá um leið sinn lemúr. „Ég á ekki beint annað erindi til Norður-Karólínu á næstunni en vonandi get ég kíkt á hana einhverntímann. Það yrðu vafalaust miklir fagnaðarfundir!“

Að lokum ákvað blaðakona að inna Veru eftir frekari gæludýraeign. „Ég á annars bara gamlan kött sem býr hjá foreldrum mínum. Við vorum miklir vinir en hann hefur aldrei fyrirgefið mér fyrir að hafa flutt að heiman fyrir sjö árum og virðir mig ekki lengur viðlits.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

England: Newcastle vann Forest í svakalegum leik

England: Newcastle vann Forest í svakalegum leik
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Liðsrúta Aftureldingar illa farin – ,,Hvað eru menn að fá úr því að fremja svona skemmdarverk?“

Sjáðu myndirnar: Liðsrúta Aftureldingar illa farin – ,,Hvað eru menn að fá úr því að fremja svona skemmdarverk?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allt vitlaust eftir að hann lét þessi ummæli flakka í vikunni – ,,Ég ætlaði ekki að móðga neinn“

Allt vitlaust eftir að hann lét þessi ummæli flakka í vikunni – ,,Ég ætlaði ekki að móðga neinn“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kom mörgum á óvart og ákvað að gerast klámstjarna: Móðir hans var steinhissa – ,,Hún fór að gráta“

Kom mörgum á óvart og ákvað að gerast klámstjarna: Móðir hans var steinhissa – ,,Hún fór að gráta“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Það var ekki aftur snúið: „Inn labbar þessi fallegi maður og ég bara: Vá“

Það var ekki aftur snúið: „Inn labbar þessi fallegi maður og ég bara: Vá“