Ashton Kutcher er ein af þeim fjölmörgu sem mótmæltu aðgerðum Donald Trump um helgina. Ashton er giftur leikkonunni Milu Kunis en hún flutti sjö ára gömul til Bandaríkjanna frá Sovétríkjunum, þeim hluta sem heitir í dag Úkraína. Hún fékk fyrst „VISA“ dvalarleyfi til þess að koma til Bandaríkjanna sem flóttamaður í miðju Kalda stríðinu. Ashton sagði á Twitter að blóðið í sér væri byrjað að sjóða, vegna ákvarðana Donald Trump forseta að banna komu fólks frá ákveðnum löndum til Bandaríkjanna.
Ashton var kynnir á SAG verðlaunum í gær og í opnunarræðu sinni talaði hann líka um þetta mikla hitamál. Margar stjörnur tjáðu þar einnig óánægju sína með atburði síðustu daga. Ashton og Mila eiga saman tvö börn, Wyatt tveggja ára og Dimitri tveggja mánaða. Þau hafa verið gift síðan í júlí 2015.