Húðin er grunnurinn að fallegri förðun. Svona nærð þú fullkominni áferð á húðina í þremur einföldum skrefum með aðstoð Maybelline. Fit Me! vörurnar hafa svo sannarlega slegið í gegn en hér fyrir neðan er farið yfir einföld skref sem tryggja að grunnurinn að þinni förðun er góður.
1.Byrjaðu á að bera farða yfir allt andlitið og blanda með bursta eða förðunarsvamp – ekki gleyma að draga farða niður á hálsinn og á eyrun.

2. Notaðu hyljara til að hylja þau svæði sem þú vilt, og lýsa upp önnur! Teiknaðu þríhyrning undir augun, á ennið, miðja höku og dragðu línu niður eftir nefinu.

3. Festu hyljarann og farðann með púðri svo hvorugt haggist eða smitist.

-Þú færð Maybelline Fit Me! farðann í Hagkaup og helstu apótekum.