fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Hollráð við vöðvabólgu: Hvíld og þjálfun eru jafn mikilvæg

doktor.is
Laugardaginn 28. janúar 2017 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er vöðvabólga?

Eins og nafnið bendir til er um að ræða bólgu í vöðvum, en einnig getur verið um að ræða bólgu í aðliggjandi bandvef.

Hver er orsökin?

Orsakir vöðvabólgu geta verið margvíslegar. Algengustu orsakirnar eru eftirfarandi, en listinn er engan veginn tæmandi:

  • streita og andlegt álag auka á vöðvaspennu og geta því leitt til langvarandi bólguvandamála
  • ofnotkun á vöðva eða vöðvahóp
  • slys eða áverki á vöðva getur haft í för með sér langvarandi bólguvandamál
  • ýmsir sjúkdómar og sýkingar geta valdið tímabundnum eða langvarandi vöðvabólgum og vöðvaverkjum
Mynd/Getty

Hver eru einkenni vöðvabólgu?

Helstu einkenni vöðvabólgu eru verkir í vöðvunum sem eru oftast staðbundnir en geta einnig haft leiðni. Stífni og þreyta í vöðvunum eru einnig einkennandi. Algengast er að vöðvabólgur séu bundnar við vöðva í hálsi og baki, en vöðvabólga getur samt lagst á hvaða vöðva líkamans sem er.

Hvað gerir einkenni vöðvabólgu verri?

  • Streita og andlegt álag.
  • Ofnotkun og of mikil líkamleg áreynsla.
  • Kuldi.

Hvenær skal leita læknis?

Það fer svolítið eftir eðli verkja hvenær skal leita læknis. Ef vöðvaverkir stafa af ofnotkun á vöðva eða vöðvahóp er ekki þörf á bráðri læknisþjónustu. Ef um alvarlega tognun á vöðva eða slæma vöðvaverki af óþekktum orsökum er að ræða, skal hafa samband við lækni hið fyrsta. Ef um er að ræða, slæma vöðvaverki af óþekktum orsökum, ásamt einhverjum öðrum einkennum, er mikilvægt að hafa samband við lækni strax.

Hvernig greinir læknirinn vöðvabólgur?

Læknir greinir vöðvabólgu út frá sjúkrasögu og skoðun. Ekki eru til neinar sérhæfðar rannsóknir sem hægt er að nota til að staðfesta sjúkdómsgreininguna, s.s. blóðrannsóknir eða röntgenrannsóknir. Þó getur verið nauðsynlegt að framkvæma slíkar rannsóknir í þeim tilfellum sem grunur er á að vöðvaverkir geti verið af öðrum orsökum.

Hver er meðferðin við vöðvabólgu?

Fyrir sjúklinga sem þjást af vöðvabólgu eru hvíld og þjálfun jafn mikilvæg. Ef um er að ræða vöðvaverki eftir slys eða ofnotkun er mikilvægt að hvíla vöðvann fyrst á eftir meðan hann er að jafna sig. Til verkjastillingar og til að minnka bólgur er ráðlagt að nota bólgueyðandi lyf sem hægt er að kaupa í apótekum án lyfseðils, svo framarlega sem sjúklingur þolir að taka þessi lyf.

Ýmis hollráð

Bakstrar:

Gott er að nota heita og kalda bakstra til skiptis fyrst á eftir, hvorn í um 10-15 mínútur í senn (ath. endað er með köldum bakstri). Það er þó ekki víst að þetta henti öllum og sumum finnst kaldur bakstur einn og sér henta betur í byrjun. Þá er einnig gott að hafa í huga að ekki er gott að hafa bakstra lengi í einu, heldur taka frekar örstutt hlé á milli.
Þegar vöðvinn er farinn að jafna sig og bólgurnar að minnka, og í þeim tilfellum sem um langvinnar vöðvabólgur er að ræða, er gott að nota hita á vöðvann, en tilgangur hans er einkum að auka blóðflæðið um svæðið og fá viðkomandi til að slaka á.

Teygjur:

Til að ná upp fyrri styrk vöðvans er mikilvægt að byrja varlega á styrktar- og teygjuæfingum og auka þær smám saman. Þá er einnig mikilvægt fyrir fólk að reyna að finna orsök bólgunnar, t.d. ranga líkamsbeitingu við vinnu og reyna þá að gera breytingar á vinnuaðstöðu og draga úr streitu ef hún er mikil. Þá er líka mikilvægt að standa reglulega upp og gera hléæfingar.

Slökun:

Öll iðja sem hefur jákvæð áhrif og dregur úr streitu er af hinu góða, t.d öll almenn hreyfing s.s. sund, gönguferðir og skokk. Þá getur einnig verið gott að fara í heitt bað, slökunarnudd og gera léttar teygjuæfingar eins oft og mögulegt er.

Batahorfur

Batahorfur sjúklinga sem þjást af vöðvabólgu byggjast að miklu leyti á hugarfari sjúklingsins. Ef um langvinnar vöðvabólgur er að ræða gefur læknir oft lyfseðilsskyld bólgueyðandi- og verkjastillandi lyf í ákveðinn tíma og ráðleggur sjúkraþjálfun eða sjúkranudd. Sjúkraþjálfari kennir þá sjúklingi viðeigandi æfingar sem henta til að byggja upp vöðvana og fyrirbyggja vandamál, þannig að sjúklingur geti sjálfur haldið áfram að stunda þjálfun í framtíðinni og stuðla þannig að eigin vellíðan og heilbrigði. Í slæmum tilfellum getur verið nauðsynlegt að ráðleggja sjúklingi breyttan lífsstíl, annað hvort í daglegu lífi eða vinnu, jafnvel bæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Pínlegt atvik á fundi Amorim í gær – Fréttamaður frá Englandi mætti og vildi fá þetta í gegn

Pínlegt atvik á fundi Amorim í gær – Fréttamaður frá Englandi mætti og vildi fá þetta í gegn
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Gríðarlegu magni af osti stolið – Óttast að hann endi í Rússlandi eða Miðausturlöndum

Gríðarlegu magni af osti stolið – Óttast að hann endi í Rússlandi eða Miðausturlöndum
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Baldur útskýrir mikið fylgi Trump

Baldur útskýrir mikið fylgi Trump
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Magnús Scheving lýsir skelfilegum aðstæðum í æsku – Þurfti fjögurra ára gamall að grípa inn í – „Hvað get ég núna gert?“

Magnús Scheving lýsir skelfilegum aðstæðum í æsku – Þurfti fjögurra ára gamall að grípa inn í – „Hvað get ég núna gert?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þráinn fékk þessa mynd og óhugnanlega hótun frá Facebook-vini sínum – „Þurrka út alla fjölskyldu þína“

Þráinn fékk þessa mynd og óhugnanlega hótun frá Facebook-vini sínum – „Þurrka út alla fjölskyldu þína“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.