Í dag var Birnu Brjánsdóttur minnst í miðbæ Reykjavíkur, í Vestmannaeyjum og víðar um landið. Þúsundir gengu af stað frá Hlemmi og lögðu blóm og kerti við Laugarveg 31 þar sem Birna sást síðast á öryggismyndavél nóttina sem hún hvarf. Þegar komið var niður á Arnarhól söng karlakórinn Esja og einnig var haldin mínútu þögn. Nú logar kertahaf á Arnarhóli og við Laugarveg 31 eru blóm og kerti en þessi atburður gekk mjög vel og fannst fólki gott að geta minnst þessar stúlku með svona fallegum hætti. Hér má sjá nokkrar myndir frá Reykjavík í dag.