fbpx
Laugardagur 28.desember 2024

Þessi 10 hráefni áttu alltaf að eiga í eldhúsinu – Og þrír fljótlegir réttir!

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 27. janúar 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í öllum almennilegum eldhúsum ætti að vera til ólífuolía, salt og svartur pipar, eitthvað af indverskum kryddum, hveiti og eitthvað af þurrum jurtakryddum, til dæmis minta, oregano og rósmarín, smá sykur og sítrónusafi í formi sítrónu eða bara í flösku. Þessi innihaldsefni eru þess vegna ekki talin með – því þau eru álíka sjálfsögð og hnífar eða diskar.

Ef svanga gesti ber að garði er nú alltaf gaman að geta vippað upp fljótlegum rétt í eldhúsinu án þess að þurfa að fara út í búð. Einfaldur pastaréttur eða hummus með brauði getur bragðast eins og herramannsmatur í góðum félagsskap. Svo er fátt betra en að elda fyrir einhvern – það sýnir vináttu og hlýju á svo fallegan hátt.

Ef þú lumar á þessum hráefnum til viðbótar, áttu alltaf að geta skellt í huggulega máltíð:

  1. Niðursoðnir tómatar
  2. Laukur/hvítlaukur
  3. Gulrót eða sellerí eða bæði
  4. Þurrt pasta
  5. Parmesanostur
  6. Kjúklingabaunir
  7. Rauðar linsubaunir
  8. Kókosmjólk
  9. Tahini
  10. Frosið flatbrauð (til dæmis pítubrauð eða polarbrauð)
    Ef þú elskar mið-austurlenskan mat, bjóddu þá upp á hummus með brauði:


1 dós kjúklingabaunir
Safi úr tæpri sítrónu
1 hvítlauksrif
2 msk tahini
Smá chilli eða cayenne pipar
Salt
Aðferð:
Helltu helming af baunasafanum af, skelltu öllu í matvinnsluvél og blastaðu í góða stund. Smakkaðu til. Settu fallega á disk, búðu til litla dæld allan hringinn og helltu ólífuolíu í hana. Ef þú lumar á sumac er fallegt að strá svolitlu yfir. Þetta er svo snætt með frosna brauðinu sem þú ert búin/n að hita örlítið í ofni.

Ef þú elskar ítalskan mat, bjóddu þá upp á einfalt og heiðarlegt spaghettí:


1 dós niðursoðnir tómatar
Laukur/hvítlaukur
Gulrót eða sellerí eða bæði
Salt, pipar, sykur og etv. þurrkrydd eins og oregano eða rósmarín
Spaghettí
Parmesanostur
Aðferð:
Steiktu niðursoðinn lauk og hvítlauk við miðlungshita í dálítilli ólífuolíu. Bættu smátt skorinni gulrót/sellerí við og steiktu góða stund í viðbót. Helltu tómatdósinni út í, bættu við hálfri dós af vatni. Sjóddu dálitla stund. Bættu við kryddum og sykri. Smakkaðu til! Endaðu á að mauka sósuna með töfrasprota.
Berðu fram með spaghettí sem er soðið eftir kúnstarinnar reglum og hafðu nóg af rifnum osti til að strá yfir.

Ef þú elskar indverskan mat, búðu þá til einfaldan linsubaunarétt (dal):


1 bolli rauðar linsubaunir
1 dós kókosmjólk
Laukur/hvitlaukur
Sítróna/sítrónusafi
Gulrót eða sellerí eða bæði
Aðferð:
Steiktu grænmetið við miðlungshita í smá olíu. Þegar það er vel mjúkt fer bolli af linsum og 1.5 bollar af vatni í pottinn. Láttu malla í 10 mínútur. Bættu kókosmjólk og dálitlu af sítrónusafa út í. Kryddaðu með salti, garam masala og mintu. Hér er málið að sýna hugrekki og smakka til. Berðu fram með hituðu flatbrauði og hrísgrjónum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Manchester City að missa annan efnilegan leikmann?

Manchester City að missa annan efnilegan leikmann?
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segist ekki vera heimskur og veit að gengið þarf að batna – ,,Trúi að ég sé rétti maðurinn“

Segist ekki vera heimskur og veit að gengið þarf að batna – ,,Trúi að ég sé rétti maðurinn“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Sérfræðingar NASA klóra sér í kollinum varðandi tunglferðir og vandamálum þeim tengdum

Sérfræðingar NASA klóra sér í kollinum varðandi tunglferðir og vandamálum þeim tengdum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rekinn eftir aðeins þrjá mánuði í starfi

Rekinn eftir aðeins þrjá mánuði í starfi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Arsenal í annað sætið

England: Arsenal í annað sætið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hákon spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeild

Hákon spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeild

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.