Börn eru forvitin að eðlisfari enda er það góð leið til þess að læra að spyrja frekar meira en minna. Börn fá hins vegar ekki alltaf hreinskilin svör frá fullorðnu fólki. Sérstaklega ekki þegar þau spyrja það óþægilegra spurninga. Stundum er þeim svarað með hreinum lygum en oftar með fegruðum sannleikskornum eða útúrsnúningum. Heimsmynd þeirra verður því einhvers konar sykurhúðuð útgáfa af raunveruleikanum.
En hvað ef foreldrar væru alltaf hreinskilnir við börnin sín? Esther Anderson, móðir og bloggari, lætur reyna á það í þessu óborganlega myndbandi.