Anna Victoria er fitness-bloggari sem hefur byggt fyrirtæki í kringum að vera í góðu formi. Hún er þó meira en til í að benda á að líkami hennar er ansi langt frá því sem hann virðst vera á Instagram.
https://www.instagram.com/p/BPV9-cUA09D/?taken-by=annavictoria
Hún deildi nýlega tveimur myndum af sjálfri sér þar sem munurinn á glansmyndinni og raunveruleikanum sést glögglega. Á fyrri myndinni stendur hún og pósar fyrir framan spegil, en á þeirri seinni situr hún afslöppuð svo að hennar ofureðlilegu magafellingar sjást vel.
Við myndirnar skrifað hún „Ég 1% tímans vs. ég 99% tímans. Ég elska báðar myndirnar jafnmikið. Góð eða slæm sjónarhorn breyta ekki hvers virð þú ert.“
Fleiri fitness-bloggarar hafa bent á að hinir fullkomnu líkamar sem birtast á Instagram sýna lífið ekki eins og það er í raun og veru. Myndirnar snúast meira um góð sjónarhorn og lýsingu, en raunverulegt form.
Skilaboðin um líkamsjákvæðni eru sérstaklega mikilvæg því samfélagsmiðlar geta ýtt undir óheilbrigðan lífssíl, og geðræna sjúkdóma eins og átraskanir.
Anna Victoria hvatti 1.2 milljónir fylgjendur sína til að endurhugsa hvernig þau líta á svokallaða „galla“ líkama sinna.
„Eftir því sem ég eldist, fæ ég appelsínuhúð og húðslit sem eru ekki að fara neitt – og ég býð þau velkomin. Hvernig get ég reiðst likama mínum fyrir fullkomlega eðlileða „galla“? Þessi líkami er sterkur, getur hlaupið vegalengdir, getur lift og beygt sig og togað þyngdir, og hann er hamingjusamur, ekki bara vegna útlitsins, heldur tilfinningarinnar.“
Sjá einnig:
Fitnessbloggari vekur athygli á Instagram: Tvær mínútur á milli mynda