fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Ajaana systir Friðriks hélt kertastund fyrir Birnu: „Ömurlegt að vita ekki hvað gerðist og af hverju“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 23. janúar 2017 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ajaana Olsvig Kristjánsdóttir hélt fallegan samstöðufund í Nuuk á Grænlandi í gær þar sem hundruð einstaklinga kveiktu á kertum fyrir Birnu Brjánsdóttur utan við ræðismannsskrif­stofu Íslands. Ajaana er fædd árið 1997 og því aðeins árinu yngri en Birna. Hún býr og ólst að mestu upp á Grænlandi hjá móður sinni en á íslenskan föður og hefur dvalið reglulega á Íslandi með fjölskyldu sinni hér frá fæðingu.  Ástæður hennar fyrir athöfninni í gær voru að mörgu leiti persónulegar en hún hefur sjálf upplifað að fjölskyldumeðlimur hverfi.

„Þetta gekk mjög vel, ég átti ekki von á því að það kæmu svona margir,“ sagði Ajaana við Bleikt í dag en hún kom fyrst með hugmyndina að þessum fallega viðburði á Facebook síðu sinni eftir blaðamannafund lögreglu í gær. Í kjölfarið bjó hún til viðburð á Facebook og var ótrúlega góð þátttaka. Svipaðir viðburðir voru víðar á Grænlandi í gær og margir settu kerti út í glugga.

Mynd/Ajaana

Ajaana sagði að margir hefðu þakkað sér fyrir að standa fyrir þessum viðburði þar sem íslendingum var sýndur svona mikill hlýhugur. Amazing Grace var sungið á grænlensku en stutt myndband af því má heyra hér fyrir neðan. „Þetta var mjög fallegt,“ segir Ajaana.

Mynd/Ajaana

„Þetta var líka svolítið persónulegt fyrir mig á einhvern hátt, af því að við erum búin að ganga í gegnum svona líka,“ útskýrir Ajaana en Friðrik Kristjánsson eldri bróðir hennar hvarf sporlaust árið 2013. Hefur ekki spurst til hans síðan 31. mars það ár og talið er að honum hafi hugsanlega verið ráðinn bani í Paragvæ.

„Þess vegna þurfti ég að gera eitthvað núna,“ segir Ajaana. Þessi hjartahlýja og góða stúlka hefur vakið mikla athygli fyrir þennan fallega viðburð.

Ajaana segir að það sé alveg erfitt að vita ekki hvar bróðir sinn sé. „Það er alveg ömurlegt. Ég var svo glöð þegar ég heyrði að Birna væri fundin. Það er ömurlegt að vita ekki hvað gerðist fyrir og af hverju. Ég vildi óska þess að við fengjum svona „closure“ í okkar mál,“ segir Ajaana og er glöð að Birna hafi fundist og fjölskylda hennar fengið einhver svör.

„Grænland tengist þessu máli vegna þessara manna sem eru í haldi grunaðir um að hafa myrt hana. Við hugsuðum því að það væri gott að sýna Íslandi að við hin á Grænlandi erum ekki jafn köld og sá sem gerði þetta,“ segir Ajaana.

„Við vildum líka sýna fjölskyldu Birnu stuðning,“ segir Ajaana að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.