Fyrr í þessari viku hafa margir Facebook notendur verið að deila rauðum hjörtum til að auka vitund um brjóstakrabbamein. Ein kona hefur tjáð sig um af hverju „sætt hjarta“ er ekki að fara að hjálpa að bjarga lífum. Erin Smith Chieze deildi mynd á Facebook þar sem hún gaf skýra lýsingu á því hvernig maður getur fundið fyrir brjóstakrabbameini og hvernig það getur litið út. Myndin hefur farið eins og eldur í sinu um alla netheima og fengið mikið lof.
„Í desember 2015 þegar ég sá mynd svipaða og þessa, þá vissi ég strax að ég væri með brjóstakrabbamein. Ég reyndi að þreifa eftir æxli en það var óáþreifanlegt. Ég var greind með brjóstakrabbamein fimm dögum síðar og var komin á fjórða stig mánuðinn eftir. Hjartað á Facebook gerði ekkert til að vekja mig til vitundar. Ég vissi hvað brjóstakrabbamein var. Ég vissi allt um sjálfsskoðun, en að sjá mynd að hverju ég ætti að leita að var lykilatriði að vita að ég væri með brjóstakrabbamein,“
skrifaði Erin Smith við myndina.
Myndin er frá „Know Your Lemons“ herferðinni, eða „þekktu þínar sítrónur,“ sem samtökin Worldwide Breast Cancer standa fyrir.