Sanjyot Telang er ljósmyndari búsettur í París og hefur nýlega unnið að tískumyndatöku þar sem fyrirsæturnar eru konur með Downs-heilkenni. Verkefnið er titlað „Fashion Misfits“ eða „Tísku utangarðsfólk,“ og fangar þessar fallegu konur í allskonar klæðnaði til að skora hefðbundna fegurðarstaðla á hólm.
„Mér finnst að [fólk með sérþarfir] hafi verið hunsað af samfélaginu í langan tíma,“
sagði Sanjyot við BuzzFeed.
„Það er þörf á því að skoða margvíslega túlkun á fegurð og vera opin fyrir allskonar fólki.“
„Með þessu verkefni vill ég búa til rými í tísku- og auglýsingabransanum, sem að lokum opnar leiðir fyrir [fólk með sérþarfir] svo að þau geti fundið leið til að tjá sig með tísku og orðið fyrirmyndir fyrir samfélagið okkar einnig.“
Horfðu á myndband frá myndatökunni hérna.