fbpx
Laugardagur 28.desember 2024

Gabríela Líf hætti að drekka – „Ég var oftar en ekki bara hundleiðinleg og með vesen“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 17. janúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. ágúst 2014 tók ég án efa erfiðustu en jafnframt bestu ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Ég ákvað að hætta að drekka áfengi. Ég var þá 23 ára gömul, í miðju háskólanámi og á fullu að njóta lífsins.
Ég hafði haft þessa hugmynd í kollinum í einhvern tíma en lét einhvern veginn aldrei verða að því. Ég vonaðist alltaf til þess að næsta djamm yrði svo skemmtilegt að ég gæti bara alls ekki misst af því.

Ég hafði oft farið út á lífið edrú og skemmt mér konunglega, farið í bæinn og dansað meira en flestir þar. Þannig ég vissi að ég “gæti” alveg djammað edrú. Það eru margir sem drekka ekki og finnst mjög leiðinlegt að vera í bænum með drukknu fólki, sem ég skil vel og stundum er það bara alls ekki skemmtilegt.


Sumarið 2014 var án efa mesta djamm sumarið hjá mér, ég var í mjög skemmtilegri vinnu þar sem starfshópurinn var duglegur að hittast saman á bjórkvöldum sem enduðu stundum með eftirpartýum. Ég djammaði hverja einustu helgi þetta sumar, ég held ég sé ekki að ljúga þegar ég segi það. Núna þegar ég lít til baka á þetta sumar þá var þetta örugglega skemmtilegasta sumarið mitt og ég sé alls ekki eftir því.

Það voru þó margvíslegar ástæður að baki þess að ég ákvað að hætta að drekka áfengi. Ástæðurnar sem ég gaf upp voru ýmist þær að áfengið var að skemma árangurinn minn í ræktinni (sem það var að gera), orsakaði svo slæmt mataræði, ég varð þunn í heila viku eftir eitt djamm (sko veik með hita og beinverki) og mér fannst bara ekkert skemmtilegt að djamma lengur, gerðist aldrei neitt nýtt. En raunverulega ástæðan fyrir þessari ákvörðun minni var sú að mér leið bara ekkert vel þegar ég drakk áfengi eða dagana eftir á. Ég var nefnilega ekki ég sjálf þegar ég drakk, ég var oftar en ekki bara hundleiðinleg og með vesen.

Ég ákvað til að byrja með að taka mér pásu í mánuð, eða ég sagði það við alla. Í hausnum á mér var ég þó búin að ákveða að hætta alveg, þorði bara ekki að segja það upphátt ef ég skyldi nú hætta við og byrja aftur að drekka. Ég hafði áður tekið svona drykkjupásu svo fólk kippti sér ekkert sérlega upp við það.

Hinsvegar þegar “pásan” var orðin lengri þá fóru allskonar spurningar að koma upp. Sú allra algengasta var “ertu ólétt?” Mér fannst óendanlega þreytandi að heyra þessa spurningu og drukkið fólk leyfir sér sko alveg að segja nákvæmlega það sem því finnst. Ég neitaði þessari spurningu ítrekað en fékk þá alltaf “jú, þú hlýtur að vera ólétt!!” Fyrst var ég ekkert að kvarta yfir þessum spurningum þó svo að mér fannst þær særandi. Með tímanum fauk samt svo í mig að ég fór að hreyta í fólk “að það kæmi þá bara í ljós eftir 9 mánuði og ekkert barn væri komið” og fólki brá alveg við að heyra þetta. Ég setti meira að segja Facebook status sem hljóðaði svona: “Þó svo að kona sé ekki að drekka áfengi þýðir ekki að hún sé ófrísk”.

Ég fékk fullt af fleiri spurningum og athugasemdum. Fólk var oftast bara forvitið afhverju ég hefði tekið þessa ákvörðun, sérstaklega þegar ég sagði að ég væri bara einfaldlega hætt að drekka áfengi. Ég fékk þó einu sinni viðbrögð sem fóru ekkert alltof vel í mig, þegar ég var búin að útskýra fyrir viðkomandi að ég væri ekki ófrísk (já ég þurfti að gera það oft) þá kom “ertu þá alkóhólisti?” og ég starði gapandi á viðkomandi og svaraði einfaldlega “nei”. Viðkomandi skildi ekki hvernig ung kona sem er ekki ófrísk og á ekki í vandræðum með áfengi myndi taka ákvörðun um að hætta að drekka áfengi.

Í dag er ég ekki búin að drekka áfengi í 2 ár og ég hef engan áhuga á því að byrja aftur. Ég styð fólk heilshugar í því að byrja aldrei að drekka áfengi og einnig að ef þér finnst þú ekki ráða við áfengi eða þér finnst einfaldlega ekki lengur gaman að skemmta þér með áfengi að hætta því þá. Leitaðu þér aðstoðar ef þér finnst þú þurfa þess og stattu með þessari ákvörðun því hún er ekki fyrir neinn annan en sjálfan þig!

Ég vona að þessi skrif mín hafi áhrif á einhvern sem les þetta 🙂

En þar til næst,
Ef þið viljið fylgjast betur með mér er instagramið mitt HÉR
– Gabriela Líf <3


Pistillinn birtist fyrst á Lady.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Snúin staða á norðurslóðum – Getur Ísland orðið að fylki í Bandaríkjunum?

Snúin staða á norðurslóðum – Getur Ísland orðið að fylki í Bandaríkjunum?
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Af hverju borðar fólk vínber um áramótin?

Af hverju borðar fólk vínber um áramótin?
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Haukur ráðinn framkvæmdarstjóri Víkings

Haukur ráðinn framkvæmdarstjóri Víkings

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.