fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025

Í hvert skipti sem hann fer að kafa fær hann heimsókn frá mjög sérstökum vin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 15. janúar 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rick Anderson er ástralskur kafari og á mjög sérstakan vin neðansjávar. Vinurinn er kvenkyns Port Jackson hákarl og hafa þau verið vinir síðastliðin sjö ár. Í hvert skipti sem hann fer að kafa og hún sér hann, þá syndir hún til hans og vill fá knús.

„Ég byrjaði að leika við hana fyrir sjö árum þegar hún var lítil,“

sagði Rick við The Dodo.

„Ég nálgaðist hana með mikilli varkárni svo ég myndi ekki hræða hana í burtu, síðan byrjaði ég að klappa henni. Þegar hún var orðin vön mér þá tók ég utan um hana með handleggnum og talaði rólega við hana.“

Rick er búinn að vera að kafa síðustu 27 ár og er með sinn eigin köfunarskóla.

„Næstu árin þegar hún sá og kannaðist við mig þá synti hún upp að mér til að fá klapp og knús. Fljótlega var hún byrjuð að pota í fæturnar mínar þangað til ég setti hendurnar út fyrir hana til að leggjast á og fá knús.“

„Flestir kafarar sem sjá þetta í fyrsta skipti eiga erfitt með að trúa sínum eigin augum. Ég gef ekki henni né hinum hákörlunum sem ég leik við eitthvað að borða, ég í rauninni kem bara fram við þá eins og hunda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot mjög hógvær eftir sigurinn: ,,Þeir voru betri og stjórnuðu leiknum“

Slot mjög hógvær eftir sigurinn: ,,Þeir voru betri og stjórnuðu leiknum“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað er konudagur?

Hvað er konudagur?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.