Yazemeenah Rossi er 61 árs gömul amma, listakona og fyrirsæta. Ljósmyndirnar hér fyrir neðan eru hluti af auglýsingarherferð fyrir sundfatalínu The Dreslyn og Land of Women, og lítur Yazmeenah stórglæsilega út í herferðinni. Samkvæmt Brooke Taylor Corcia, eiganda The Dreslyn, þá er tilgangur sundfatalínunnar að fara frá klámvæddum myndheimi núverandi sundfataauglýsinga.
„Þetta er kona sem geislar af heilbrigði og lífskrafti. Hún er sjálfsörugg, hún er listamaður og hún hugsar um sig sjálfa. Sundfatalínan snýst um að vera manneskja sem hefur lifað og ferðast, hefur gáfur og sjálfsöryggi og leyfir því að skína í gegn,“
sagði Brooke við Huffington Post.
Við hjá Bleikt höfum áður fjallað um þessa merkilegu og fallegu konu. Hún segir að vinnan á bakvið að halda sér unglegri sé ekkert leyndarmál heldur hefur hún alltaf borðað aðeins lífrænan mat, löngu áður en það var í tísku. Lestu meira um fegurðarleyndarmál hennar hér.
Sjá einnig:
http://bleikt.pressan.is/lesa/hun-er-59-ara-gomul-amma-og-starfar-sem-tiskufyrirsaeta/