fbpx
Laugardagur 28.desember 2024

Fjórar fjölskyldur í Hæðargarðinum elda saman vikulega – „Þetta sparar peninga, tíma og fyrirhöfn“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórar fjölskyldumæður í Hæðargarðinum í Smáíbúðarhverfinu eru að gera dálítið sniðugt sem vakti athygli okkar á Bleikt. Við heyrðum í einni þeirra, Kristínu Ingu Arnardóttur, og forvitnuðumst um hvað í ósköpunum er í gangi þarna í póstnúmeri 108.

„Við erum með börn á svipuðum aldri og þannig þekkjumst við vel og höfum þróað með okkur vinskap í gegnum árin. Þetta eru allt frekar stórar fjölskyldur eða tvö til fimm börn á hverju heimili.“

Meðvitund um umhverfið

Kristín segir þær eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á umhverfismálum, og ræða þau oft sín á milli. „Við erum allar að flokka og duglegar að hjóla, sumar okkar eru í moltugerð, við notum fjölnotaburðarpoka, verslum oft á nytjamörkuðum í staðinn fyrir að kaupa nýtt og það er svona ýmislegt sem við reynum að gera til að minnka plastnotkun og matarsóun og hugsa um umhverfið. Við höfum rætt um að fá okkur hænur, en það er kannski pínu framtíðardraumur.“

Fyrir nokkru síðan sá Kristín myndband á Youtube sem fjallaði um Eco village, og þá kviknaði hugmynd. „Það eru þorp í Bandaríkjunum sem eru umhverfisvæn. Þorp sem reyna að minnka vistsporið eins mikið og hægt er. Þar kom fram að fjölskyldur sameinist um máltíðir. Með því sparast matur því það er hagkvæmara að kaupa í meira magni og maturinn nýtist betur, það sparast orka því það er bara ein fjölskylda sem þarf að kveikja á ofninum það kvöldið í staðinn fyrir fjórar, það sparar tíma og það sparar ferðir út í búð.“

Hráefni kvöldsins – lasanja fyrir 4 fjölskyldur!

Vinkonurnar hafa oft spjallað um matseld og einni datt í hug að þær mundu deila sniðugum hugmyndum með hinum. Spjallið þróaðist svo út í að fjölskyldurnar gætu sameinast um kvöldverði.

„Við ákváðum að prufa þetta og ætlum að hafa sameiginlegan mat einu sinni í viku, alltaf á fimmtudögum. Við skiptumst þá á að elda. Við höfum samt rætt að þetta verði að vera mjög sveigjanlegt og ef einhver getur ekki þá verður bara að láta vita og sjá hvernig það þróast. Ég er til dæmis að fara að elda á morgun og þá læt ég vita hvað er í matinn og hvenær maturinn er, fólk getur þá komið og borðað hjá mér eða bara sótt matinn.“

Engir gallar ennþá

Fjölskyldurnar eru nýbyrjaðar á þessu og hafa ekki enn rekist á neina galla við fyrirkomulagið. „Þetta er bara mjög gaman og skemmtileg samskipti við nágrannana auk þess sem þetta sparar peninga, tíma og fyrirhöfn og er gott fyrir umhverfið. Ég hvet því fólk til að prófa þetta,“ segir Kristín að lokum.

Þá er bara að heyra í nágrönnunum!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Snúin staða á norðurslóðum – Getur Ísland orðið að fylki í Bandaríkjunum?

Snúin staða á norðurslóðum – Getur Ísland orðið að fylki í Bandaríkjunum?
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Af hverju borðar fólk vínber um áramótin?

Af hverju borðar fólk vínber um áramótin?
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Haukur ráðinn framkvæmdarstjóri Víkings

Haukur ráðinn framkvæmdarstjóri Víkings