Þorrinn nálgast, en samkvæmt hinu gamla íslenska tímatali hefst hann á föstudegi í þrettándu viku vetrar. Eflaust hugsa margir sér gott til glóðarinnar og áforma að gæða sér á þorramat, enda ýmislegt þar sem er ekki á borðum nútímafólks á öðrum árstímum.
Eitt af því sem margir bíða spenntir eftir er hákarlinn – aðrir halda sig fjarri og reyna með öllum ráðum að forðast hann.
Vefurinn Buzzfeed birti á dögunum þetta myndband þar sem grandalausir Ameríkanar eru látnir smakka hákarl og brennivín. Viðbrögðin voru hér um bil eins og við er að búast:
Americans Try Hákarl (Rotten Shark)
Americans Try Hákarl (Rotten Shark)
Posted by BuzzFeed Video on 17. desember 2016