fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025

Reyndi að koma höggi á femínisma: Bjóst ekki við þessum viðbrögðum – Sjáðu myndirnar

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óþokkinn Martin Shkreli skorar ekki hátt í almenningsáliti en hann er til að mynda þekktur fyrir það að þúsundfalda verðið á lífsnauðsynlegu HIV lyfi. Hann komst aftur í fréttirnar þegar hann keypti eina eintakið af nýrri plötu Wu-Tang Clan fyrir tvær milljónir dollara og lofaði að gefa hana út ef Trump yrði kjörinn forseti. Nú nýlega vakti hann athygli þegar hann reyndi að næla sér í deit á embættistöku Donald Trump með því að senda konum sem starfa í fjölmiðlabransanum skilaboð.

„Ég myndi frekar éta mín eigin líffæri,“ sagði Lauren Duca í svari sem hún birti á Twitter. Í undarlegu svari til hennar reyndi maður að nafni Alan John að koma höggi á femínisma. Þar sagði hann konum að eignast börn, gifta sig og vera hamingjusamar. Femínismi myndi leiða þær að lífi sem einkenndist af köttum, pítsuáti og víndrykkju.

Einhverra hluta vegna var maðurinn haldinn þeirri trú að þessi lífsstíll væri ekki eftirsóknarverður. Flestir voru hins vegar á því máli að femínismi hafi aldrei hljómað betur. Í kjölfarið var Twitter undirlagt af myndum af yfirlýstum femínistum með ketti, pítsu og vín. Við styðjum þessa lifnaðarhætti heilshugar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: KR skoraði 11 mörk – FH er úr leik

Mjólkurbikarinn: KR skoraði 11 mörk – FH er úr leik
EyjanFastir pennar
Fyrir 22 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki bara dans á rósum að vera fótboltamaður – ,,Leyfa okkur ekki að vera sú manneskja sem við viljum vera“

Ekki bara dans á rósum að vera fótboltamaður – ,,Leyfa okkur ekki að vera sú manneskja sem við viljum vera“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.