fbpx
Föstudagur 27.desember 2024

Sjávarhitaprjón í Nauthólsvík – „Sjórinn hefur verið uppstretta margra góðra hugmynda“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Upphafið á þessri tengingu milli prjónaskapar og sjósunds má rekja til ársins 2013 en þá héldum við prjónahönnunarkeppni með lopasundfötum. “ Svona byrjar spjall mitt og nöfnu minnar Ragnheiðar Valgarðsdóttur, en ég ákvað að hafa samband við hana eftir ábendingu um facebook hópinn Sjávarhiti – hekl og prjón.

Það virðist vera einhver dularfullur strengur milli prjóns og sjósunds. Í það minnsta virðast ansi margir prjónarar stunda sjósund – og öfugt. Ragnheiður heldur áfram að segja mér frá.

„Ahn Do, ástralskur sjónvarpsmaður var hér á landi og hafði frétt að hér væri synt í köldum sjó í lopa. Við redduðum honum slíkum fatnaði og í framhaldinu ákváðum við að halda prjónakeppni – tískusýningu enda voru margir að prjóna sér sundföt úr lopa og þæfa. Úr þessu urðu 28 flíkur sem kepptu. Þetta voru mjög fjölbreyttir sundföt enda engin uppskrift til og allir útfærðu þetta eftir sínu höfði. Svo er kúnst að prjóna sundfatnað úr lopa þar sem hann blotnar og stækkar og síðan þornar, þæfist og minnkar. Einn sundbolurinn í þessari keppni hét vetrarsjór og var úr fallegum mosagrænum lopa. Liturinn alveg eins og sjórinn á köldum vetrardegi. Litir hafsins eru nefnilega svo margir og ekki allir fagurbláir.“

Sjósundfólkið hefur hist í sjónum eða fundið hvert annað í fjöru í mörg ár – sumar hafa stundað sjósundið í 8 ár. „Sjórinn hefur verið uppstretta margra góðra hugmynda enda sjósundsfólk afar frjótt og skemmtilegt fólk. Við höfum farið í þaraböð, skrúbbað okkur úr kaffikorg, við förum árlega í píslarsund á föstudaginn langa og það ásamt nýárssundinu eru hugmyndir sem kviknuðu hjá okkur. Við höfum meira að segja prófað að þvo hárið okkar upp úr keytu í fjörunni. Allt er prófað eða öllu gefið séns.“

Hluti hópsins eða þeir sem mest eru að prjóna og í handavinnu hefur hist í heimahúsi einu sinni í mánuði.

„Það er talað um sjóinn, handavinnu, lífið og tilveruna. Sjórinn er það sem sameinar okkur – ást okkar á hafinu. Við höfðum auðvitað frétt af þeirri snjöllu hugmynd að gera veðurteppi hjá Drífu Pálin og svo fékk Sigríður Kristjánsdóttir þá hugmynd rétt fyrir jól að gera sjávarhitateppi eða nota sjávarhitann í Nauthólsvík til að skapa eitthvað með litum hafsins. Strax fékk þetta fræ frjóan jarðveg innan hópsins og hver fór að útfæra þetta á sinn hátt.Velja liti, verkefni og búa til hitalitaskala.“

Á myndinni eru Þórunn Harðardóttir, Guðrún Hlín Jónsdóttir sem sér um alla hittinga, Sigríður Kristjánsdóttir hugmyndasmiður verkefnis, Rósa Thorleifs, Gerður Gylfadóttir, Hugrún Einarsdóttir, Elín Eiríksdóttir, Kristín Helgadóttir og Ragnheiður Valgarðsdóttir.

Nú eru meðlimir hópsins búnir að ákveða hvað á að prjóna, og hvernig litaskalar verða. „Það er mikil spenna fyrir næsta hitting. Að sjá hvað hinir eru að gera og hvernig þetta verður útfært hjá þeim. Sumir eru að prjóna teppi, trefla, sjöl eða sokka, aðrir eru að hekla löber eða teppi og ein er að sauma út með krosssaumi. Allir með sína eigin útfærslu á litum, garni og aðferð.“ Hópurinn stofnaði facebooksíðuna „Sjávarhiti – hekl og prjón“ og allir sem elska sjóinn og liti hafsins mega vera með.“

Sigríður Kristjánsdóttir, hugmyndasmiður verkefnisins ber ábyrgð á að safna saman mælingum á hitastigi sjávar í Nauthólsvíkinni og færa það inn í skjal sem meðlimir hópsins hafa aðgang að.

„Við erum eiginlega mjög spenntar fyrir að fá tölur dagsins og það getur verið virkilega erfitt að gera bara eina umferð á dag. Þessu fylgir auðvitað aukinn áhugi á veðurfari svona almennt. Við erum farnar að spá í hvaða áhrif næsta lægð muni hafa á sjávarhitann. Hiti sjávar í Nauthólsvík hefur rokkað frá mínus 1,8 þegar kaldast er, upp í alveg 16 gráður á bestu sumardögum.“

Að sögn Ragnheiðar er markmiðið er að sýna afrakstur handavinnunnar í janúar á næsta ári. „Kannski við fáum að vera með sýningu á þessu í Nauthólsvík. Það væri gaman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Amorim er fluttur út
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum
Áhugavert svar Amorim
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Home Alone ráðgáta loksins leyst

Home Alone ráðgáta loksins leyst
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Amorim er fluttur út
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Alli byrjaður að æfa með nýju félagi

Alli byrjaður að æfa með nýju félagi
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta eru þeir 10 sem eru efstir á lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn

Þetta eru þeir 10 sem eru efstir á lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Leicester og Liverpool – Vardy ekki með

Byrjunarlið Leicester og Liverpool – Vardy ekki með

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.