fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025

Þetta var að gerast í dægurmálum fyrir 20 árum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 7. janúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíminn er svo fljótur að líða og það hefur svo gífurlega margt gerst síðustu áratugi í heimi dægurmála. Bleikt setti inn allar þær kvikmyndir sem komu út fyrir 10 árum síðan, og nú er kominn tími til að skoða hvað var að gerast í dægurmálum fyrir 20 árum síðan, eða árið 1997. Buzzfeed tók þetta saman. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það séu 20 ár síðan Titanic kom út, Díana Bretaprinsessa dó, Brad Pitt og Gwyneth Paltrow slitu trúlofun sinni og síðasta þáttaröð Seinfeld fór í loftið. Skoðaðu færsluna og njóttu nostalgíunnar!

#1 Titanic, The Lost World: Jurassic Park og Men in Black voru stærstu kvikmyndir ársins

#2 George Clooney var stjarna ER sjónvarpsþáttanna og var einnig valinn sem kynþokkafyllsti maður í heimi af tímaritinu People.

#3 Tyra Banks var fyrsta svarta fyrirsætan til að vera ein á forsíðu sundfataútgáfu Sports Illustrated.

#4 Díana Bretaprinsessa lést í bílslysi í París. Fólk um allan heim horfði á jarðaförina hennar í sjónvarpinu

#5 Elton John gerði nýjan lagatexta við lagið „Candle in the Wind“ til heiðurs vinkonu sinnar Díönu Bretaprinsessu. Sú útgáfa af laginu varð næst vinsælasta lag allra tíma.

#6 Daria, Buffy the Vampire Slayer og King of the Hill hófu göngu sína í sjónvarpi.

#7 South Park hóf einnig göngu sína og var hugsanlega umdeildasti þátturinn í sjónvarpinu.

#8 The Notorious B.I.G. var myrtur í skotárás í Los Angeles.

#9 Spice Girls var vinsælasta popphljómsveitin í heiminum.

#10 Ellen DeGeneres kom út úr skápnum.

#11 Brad Pitt og Gwyneth Paltrow tilkynntu að þau slitu trúlofun sinni.

#12 LeAnn Rimes, sem þá var 14 ára, var yngsta manneskjan til að vinna Grammy verðlaun.

#13 Madonna hlaut Golden Globe verðlaun fyrir leik sinn í myndinni Evita.

#14 Aqua gaf út vinsæla lagið „Barbie Girl.“

#15 Hanson gaf út „MMMBop“ og fönguðu hjörtu allra unglingsstúlkna.

#16 Sænska goðsögnin Robyn kom sér á kortið í Bandaríkjunum með lögin „Do You Know (What It Takes)“ og „Show Me Love.“

#17 The Backstreet Boys gáfu út smellinn „Quit Playing Games (With My Heart).“

#18 Gianni Versace var myrtur fyrir framan heimili sitt í Miami af raðmorðingjanum Andrew Cunanan.

#19 Radiohead gaf út plötuna OK Computer, sem margir telja eina af bestu plötum allra tíma.

#20 Sýndarveruleikagæludýr voru meðal vinsælustu leikfanganna.

#21 Teletubbies hófu göngu sína í sjónvarpi, fáum foreldrum til mikillar ánægju.

#22 Steve Jobs sneri aftur sem forstjóri Apple eftir að hafa hætt 12 árum áður.

#23 Síðasta þáttaröð Seinfeld fór í loftið.

#24 Aaliyah var andlit Tommy Hilfiger.

#25 Ivanka Trump prýddi forsíðu Seventeen, þá 15 ára gömul.

#26 Jennifer Lopez nældi sér í fyrsta stóra hlutverkið sitt þegar hún lék söngkonuna Selena.

#27 Johnny Bravo og Cow and Chicken hófu göngu sína á Cartoon Network.

#28 Harry Potter and the Philosopher‘s Stone var fyrst gefin út í Bretlandi.

#29 George Lucas gaf út sérstöku útgáfurnar af Star Wars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Stjarnan og Vestri þurftu framlengingu

Mjólkurbikarinn: Stjarnan og Vestri þurftu framlengingu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju Tómasdóttur og útskýrir hvers vegna hún vill ekki lengur kalla sig femínista – „Þannig upplifi ég það“

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju Tómasdóttur og útskýrir hvers vegna hún vill ekki lengur kalla sig femínista – „Þannig upplifi ég það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.