fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024

Vegan hárgreiðslustofa í Reykjavík – „Efnin sem við notum í hárið eru uppbyggjandi og nærandi og spilla hvorki heilsunni né umhverfinu“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 6. janúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegan hárgreiðslustofa – hvað er nú það? Okkur á Bleikt var nefnilega spurn þegar við heyrðum af Grænu stofunni á Óðinsgötu 7 í Reykjavík.

Stofan var stofnuð í haust eftir að Heiðrún og Sigga hársnyrtar tóku yfir rekstur Feimu. „Við höfum unnið hörðum höndum að því að umbreyta stofunni og betrumbæta þjónustuna við viðskiptavini okkar,“ sögðu þær stöllur í samtali við Bleikt.

En hvað í ósköpunum er vegan hárgeiðslustofa?

„Græna stofan er eina stofan á landinu sem vinnur alfarið eftir danska kerfinu Grøn Salon. Græna stofan er ekki vottuð Vegan en við vinnum eftir ströngum reglum og notum einungis umhverfis- og mannvæn efni. Það þýðir að við notum vörur og liti sem innihalda engin hormónaraskandi eða krabbameinsvaldandi efni og heldur ekki þekkta ofnæmisvalda. Einnig erum við með veganvottaða jurtaliti frá Khadi og Logona og erum á leið á jurtalitunarnámskeið til Kaupmannahafnar í janúar.“

Á Grænu stofunni eru einungis notaðar „cruelty free” vörur. „Það eru vörur sem hafa ekki verið prófaðar á dýrum. Í notkun og til sölu á Grænu stofunni eru dönsku hárvörurnar frá Zenz Organic sem eru Svansmerktar og sænsku hárvörurnar frá Maria Nila sem eru veganvottaðar. Þar sem við störfum eftir ákveðnum umhverfisstöðlum þá reynum við að gera okkar besta í að endurnýta það sem við getum. Þess vegna er í boði hjá okkur að koma eins oft og fólk vill með tóma sjampóbrúsann og fá áfyllingu á sjampó, næringu og djúpnæringu sem er sérblönduð fyrir hvern og einn. Það er bæði umhverfisvænt og ódýrara.“

Hvers vegna skiptir það máli?

Fyrir Heiðrúnu og Siggu skiptir öllu máli að reyna að velja betri kost bæði fyrir þær, kúnnana og umhverfið. „Það eru efni í mörgum ,,venjulegum” háralitum og hárvörum sem eru heilsuspillandi, skolast út í umhverfið við notkun og menga jörðina og lífríkið.“

Eru viðskiptavinir ykkar allir vegan?
Viðskiptavinir stofunnar eru ekki endilega veganar. „Það sem flestir viðskiptavinir okkar eiga sameiginlegt er að þeir eru meðvitaðir um mikilvægi umhverfisverndar og/eða vilja velja efni sem fara vel með þeirra heilsu.“

Viðkvæmni fyrir efnum

Heiðrún og Sigga segjast alltaf hafa í huga að fólk er misviðkvæmt fyrir ilmefnum og öðru slíku og þær taka tillit til þess.

„Við erum með marga viðskiptavini sem hafa ekki getað litað á sér hárið vegna óþols eða ofnæmis fyrir hárlitum en þola mannvænu litina vel. Litirnir sem við notum eru með mildum efnum, eru nærandi fyrir hárið og gefa mjög góðan glans um leið og þeir lita. Þeir dofna líka fallega og verða síður glærir eins og margir háralitir vilja verða með tímanum. Við höfum líka tröllatrú á eplaediki og hellum því yfir hárið eftir að það hefur verið litað. Það jafnar sýrustigið í hársverðinum og hárinu, styrkir og gefur fallegan glans.
Hluti af því að fylgja Grøn Salon kerfinu er að við bjóðum einungis upp á lífrænt te og kaffi og glútenfría haframjólk sem hentar vegan lífsstílnum. Við reynum einnig að halda hljóðmengun í lágmarki og stillum tónlistina í samræmi við það.“

Skiptir þetta máli fyrir hárið?

„Vörurnar sem við erum með á stofunni fara mjög vel með hárið og hársvörðinn og innihalda til dæmis ekkert silíkon eða önnur efni sem safnast upp í hárinu og geta jafnvel stíflað hársekkina og valdið hárlosi. Það er gott að vita til þess að efnin sem við notum í hárið eru uppbyggjandi og nærandi og spilla hvorki heilsunni né umhverfinu. Til gamans má geta þess að í opnunarpartíinu okkar fyrir skömmu buðum við gestum litríkt sódavatn sem við höfðum blandað með hárlitunum okkar til að sýna fram á skaðleysi þeirra. Ef þú getur sett það á húðina áttu að geta borðað það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Þess vegna er ofnskúffan með hallandi kant

Þess vegna er ofnskúffan með hallandi kant
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun United borga 75 milljónir fyrir arftaka Rashford?

Mun United borga 75 milljónir fyrir arftaka Rashford?
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einn sá umdeildasti segist fá ósanngjarna meðferð – Vill laga orðsporið

Einn sá umdeildasti segist fá ósanngjarna meðferð – Vill laga orðsporið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Manchester United þarf líklega að bíða þar til í mars

Manchester United þarf líklega að bíða þar til í mars

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.