Heimurinn er fullur af steríótýpum – sérstaklega þegar kemur að því að auglýsa fatnað. Við sjáum fullkomna líkama í hverju einasta tískublaði og oftast hefur tækninni verið beitt til að snyrta myndirnar til og fullkomna blekkinguna. Auðvitað vitum við öll að lífið er ekki eins og það birtist okkur í glansblöðunum – og sem betur fer virðast fyrirtæk vera í auknum mæli að átta sig á því að neytendur kunna vel að meta fjölbreytni í fögrum líkömum.
Bright Side fjallaði um fimm fyrirtæki sem hafa tekið þessa stefnu. Gjörið svo vel!
Þetta fyrirtæki ákvað að nota starfsfólkið í stað fyrirsætna til að sýna nýja sundbolalínu.
Susan Gregg Koger, ein stofnenda fyrirtækisins, tók þátt í myndatökunni sjálf. Myndirnar áttu að vera eins og þær væru teknar í venjulegu fríi með vinahópnum. Konurnar sem tóku þátt vissu að myndirnar mundu breytast óbreyttar. Markmiðið var að sýna fólki að það er í fullkomnu lagi að vera bara eins og maður er og elska líkama sinn!
Áhugaverð herferð frá þessu nýsjálenska fyrirtæki vakti verðskuldaða athygli. Á Íslandi hafa nærfötin frá Lonely fengist í Jör.
Leikkonur úr sjónvarpsþáttunum Girls hafa setið fyrir í nærfötunum frá Lonely, en instagram síða þeirra er líka full af myndum af alls konar konum frá ýmsum hornum heimsins. Þær eru mjóar, mjúkar, flúraðar, með húðslit og misfellur – og sjúklega flottar í Lonely nærfötunum.
Catalina Girald og Gina Rodriguez stofnuðu merkið Naja. Í þessu verkefni sem kallast Nude for all var hugmyndin að konur af mismunandi litarhætti gætu fundið húðlituð nærföt við hæfi.
Í herferðinni tóku þátt alls konar konur, alls konar á litinn. Naja birtir oft myndir af viðskiptavinum á Instagram síðu sinni – fjölbreytni og fegurð!
Það hefur nú gengið misvel hjá þessu fyrirtæki, en auglýsingaherferð frá 2014 verður í minnum höfð.
Hin 62 ára gamla Jacky O’Shaughnessy varð andlit fyrirtækisins í herferðinni, eftir að útsendari kom auga á hana á kaffihúsi. Slagorðið var „Sexí er ekki með síðasta söludag!“.
Breskt nærfatamerki með fjölbreyttar (stærri) stærðir hrinti af stað verkefni undir heitinu TheNewSexy. Þar komu alls konar konur við sögu.
Meðal módelanna í herferðinni voru Gemma Flanagan, sem notar hjólastól, Carla Atherton sem fór áður í fyrirbyggjandi brjóstnám, og hin 65 ára gamla Janet Rook. „Við vitum að allar konur eru guðdómlegar. Curvy Kate hannar nærföt fyrir viðskipta vini mismunandi að stærð, aldri og getu – þannig eru módelin okkar líka.“
Þetta bandaríska merki var með þeim fyrstu að hætta að breyta myndum fyrir birtingu.
Áherslan á náttúrulega fegurð hefur gert þetta litla fyrirtæki að sterkum keppinauti risa á borð við Victoria’s Secret. Jennifer Foyle, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir enga þörf á að breyta myndum sem eru svona fallegar: „Leyfum konum sem eru mismunandi í laginu að velja það sem hæfir þeim sjálfum!“
The accent on natural beauty made them a strong rival even for such giants as Victoria’s Secret. Jennifer Foyle, the company’s CEO, says there’s no need to retouch that which is beautiful as it is: „Let women of different shapes decide what’s good for them and them alone!“
Sjá einnig:
Af hverju eru fyrirsætur ekki af öllum stærðum, gerðum og kynþáttum: #Droptheplus