fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025

Tveggja ára drengur bjargaði tvíbura sínum undan kommóðu – Átakanlegt myndband

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 3. janúar 2017 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar tveggja ára tvíburabræðurnir Bowdy og Brock voru að leika sér í herbergi sínu tóku þeir upp á því að klifra ofan í kommóðuskúffur. Kommóðan var ekki veggfest og valt því á gólfið yfir strákana. Brock festist undir henni og náði ekki að losa sig en þá kom Bowdy bróðir hans til bjargar. Myndband af atvikinu náðist á myndavél á barnapíutæki í herbergi drengjanna en í Bandaríkjunum er algengt að foreldrar fylgist með börnum sínum með þeim hætti á nóttunni.

Foreldrarnir heyrðu kommóðuna ekki detta en þegar móðir drengjanna kom inn í herbergið sá hún hana á hlið á gólfinu. Strákarnir létu eins og ekkert væri að svo það var ekki fyrr en þau horfðu á upptökuna að foreldrarnir sáu hvað gerðist. Rick Shoff faðir drengjanna ákvað eftir mikla umhugsun að birta þetta myndband á Facebook síðu sinni, til þess að minna fólk á að veggfesta allar kommóður.

„Við erum svo þakklát fyrir tengsl þessara tvíbura. Við vitum að Bowdy var ekki einn að færa þessa kommóðu af Brock. Það er mikil blessun að hann sé í lagi.“

Í nóvember sögðum við frá því á Pressunni þegar ófest kommóða með flatskjá féll ofan á tveggja ára íslenskan dreng. Sem betur fer fór það betur en á horfði en María móðir drengsins hvatti alla til þess að forðast að gera sömu mistök og hún.

Við minnum ykkur lesendur á að veggfesta allar kommóður, mörg slys hafa átt sér stað tengd kommóðum og á síðustu mánuðum hafa nokkur börn látist eftir að MALM kommóða féll á þau á heimilinu.

Sjá einnig:

22 mánaða drengur lést eftir að hann fékk IKEA MALM kommóðu yfir sig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Landsliðið komið saman til æfinga

Landsliðið komið saman til æfinga
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Jón Jónsson lifandi gína á Laugavegi

Jón Jónsson lifandi gína á Laugavegi
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.