fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Merkin sem fá okkur til að vantreysta fólki

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 3. janúar 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef á tilfinningunni að almennt megi telja að Íslendingar treysti hver öðrum nokkuð vel. Reyndar man ég ekki eftir að það hafi verið sérstaklega rannsakað hér á landi – en þetta er að minnsta kosti tilfinningin. Við treystum, frekar en að tortryggja, og erum kannski dálítið bernsk á stundum – ef allt er sett í stóra samhengið.

Hjá þóð eins og Bandaríkjamönnum er dálítið annað uppi á teningnum – sérstaklega eftir atburðina 11. september 2001. Tortryggni og eftirlit milli einstaklinga og á vegum stofnana gegnsýrir samfélagið og menninguna. Það er því ekki að undra að rannsóknir á trausti, og hvernig við myndum okkur skoðun á því hvort aðrir séu traustsins verðir, séu algengar vestanhafs.

Vefurinn attn.com birti nýlega grein þar sem sagt var frá rannsóknum sem fjalla um það hvernig við ákveðum hvort við eigum að treysta ókunnugum.

 

Í tveggja hluta tilraun sem birt var 2012 af Association for Psychological Science (PDF), í Northeastern Háskólanum, rannsökðu David DeSteno og félagar hvaða þættir skipta máli í trausti gagnvart ókunnugum.  

 

Í fyrsta hluta tilrauninarinnar voru myndbönd tekin af því þegar nemendur hittust í fyrsta sinn og skiptust á upplýsingum um líf sitt og áhugamál. Slembival réð því hvort pörin hittust í eigin persónu eða höfðu samskipti á netinu. Í næsta skrefi fengu þátttakendur spilapeninga sem tvöfölduðust í verði þegar þeir voru gefnir mótaðilanum. Hér áttu þátttakendur að ákveða hversu mikið þeir væru til í að gefa frá sér og spá fyrir um hvað mótaðilinn mundi gera.

 

Niðurstöðurnar staðfestu tilgátu rannsakendanna um að þátttakendur sem hittust í eigin persónu gátu spáð fyrir um hegðun mótaðilans af meiri nákvæmni heldur en þeir sem áttu samskipti um netið.

 

David DeSteno og félögum tókst að benda á fjögur líkamleg merki sem ýttu undir vantraust gagnvart mótaðilanum. Þessi fjögur merki voru: að snerta hendur á sjálfum sér, að snerta andlit sitt, að krossleggja hendur, og að halla sér til baka:

Einstaka hreyfingar voru ekki lykilinn að niðustöðunum, heldur frekar samsetning hreyfinga ásamt vantrausti.

David segir að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem tekist hafi að staðfesta líkamleg merki sem hafa áhrif á upplifun á trausti. „Það er ekkert eitt atriði sem hefur úrslitaáhrif, heldur er samhæfing hreyfinga og samhegi samskiptanna aðalmálið.“

Í seinni hluta tilraunarinnar voru þátttakendur látnir eiga samskipti við vélmennið Nexi, sem var látið herma eftir hreyfingunum sem drógu úr trausti. Þessi hluti staðfesti niðurstöðurnar.

Þátttakendur gerðu greinarmun á tilfinningum um vantraust og að líka illa við. Þeim sem sögðust vantreysta vélmenninu líkaði ekki endilega illa við það. Þessi hluti tilraunarinnar sýndi líka að fólk getur upplifað mannleg einkenni hjá vélmennum.

Þá er bara að muna þetta í næsta atvinnu- eða launaviðtali:

  • Ekki krossleggja arma
  • Ekki snerta andlitið
  • Ekki nudda saman höndum
  • Ekki halla þér frá viðmælandanum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þjófagengi sem stelur frá skátunum hótaði hjólahvíslaranum – „Ég kem heim til þín“

Þjófagengi sem stelur frá skátunum hótaði hjólahvíslaranum – „Ég kem heim til þín“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segja íslenskum fjölmiðlum að þegja og saka þá um falsfréttir

Segja íslenskum fjölmiðlum að þegja og saka þá um falsfréttir
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.