fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Sniglaslím í andlitið – Lykillinn að fegurð húðarinnar? – Hrafnsunna á sína eigin snigla

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 2. janúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir eru ekki bara ljúffengir með hvítlaukssmjöri og glasi af Chardonnay – sniglar gætu falið í sér lykilinn að ævarandi æsku og frísklegu útliti húðarinnar!

Það er slímið sem sniglarnir búa til sem hefur verið notað í æ ríkara mæli í snyrtivörur upp á síðkastið – að sögn aðdáenda þess með undraverðum árangri.

Hrafnsunna Ross býr með tveimur risasniglum. Hún var svo væn að svara nokkrum brennandi spurningum um þessi dularfullu lindýr.

Hvernig gæludýr eru sniglar?

Ég er alltaf að grínast að þeir séu betri en hamstrar. Þeir bíta ekki, nánast engin lykt, hljóðlítil, auðvelt að fóðra, geta ekki flúið og svo auðvitað þetta með slímið. Það er gaman að setja þá í volga sturtu og fylgjast með þeim „dansa í regninu“, þeir elska að fara í bað! Þeir eru aðallega vakandi á nóttunni og það getur verið huggandi þegar þú ert andvaka að kveikja á ljósunum og fylgjast með sniglinum borða.

Hvað ertu búin að eiga þína lengi?

Ég held að það Nói sé að verða þriggja ára bráðum, ég fékk hann þegar hann var mjög lítill. Ári seinna ákvað ég að finna handa honum félaga, White Fang, en þeir eru nú orðnir svo ástríðufullir elskendur að við verðum því miður að fara aðskilja þá… eru aðeins of duglegir að fjölga sér.

Eru þeir með persónuleika eða skap?

Ég hef lesið að sniglar séu greindari en flestir halda og að þeir hafi ágætt minni. Það er alveg hægt að sjá hvenær þeir eru glaðir eða áhugasamir, þá teygja þeir snoppuna fram. Ef þeim líður eitthvað verr eru þeir meira samankrepptir, til dæmis ef ég leyfi þeim að smakka eitthvað sem þeim finnst ekki gott geta þeir aldeilis grett sig! Ef snigill er mikið bara í skelinni og ekkert að skoða sig um í búrinu þá er eitthvað að. Það getur verið að það sé ekki nægur raki, maturinn ekki nógu fjölbreyttur, of kalt eða jafnvel of skítugt. Varðandi persónuleika hefur mér alltaf fundist vera talsverður munur á Nóa og White Fang. Nói hefur yfirleitt verið meira lítill í sér og matvandur en White Fang er nokkuð óttalaus.

Vissir þú alla tíð af þessum eiginleikum sem slímið hefur?

Ég vissi reyndar ekki að sníglaslím væri gott fyrir húðina fyrr en eftir að eignaðist Nóa. Leið svo mjög vel þegar ég las að margir borgi alveg slatta fyrir það sem ég get gert heima.

Hefur þú notað þá í fegrunarskyni?

Jájá, þá þríf ég andlitið vel fyrst án sápu og nota ekki nein krem (þau geta innihaldið olíur og efni sem eru skaðleg sníglinum í of miklu magni), leggst svo á bakið og skelli einum á smettið. Ég hef bara gert þetta einusinni eða tvisvar en ætla alveg örugglega að gera þetta oftar í framtíðinni. Mér finnst þetta ekkert ógeðslegt, enda hef ég haft mikinn áhuga á hryggleysingjum síðan ég var smábarn.

10 fróðleiksmolar um sniglaslím

  1. Sniglaslím inniheldur mikið af næringarefnum eins og hyaluronic-sýru, glycopróteinum og alls konar efnum sem eru gjarnan notuð í fegurnarvörur og hafa jákvæð áhrif á húðina. Efnin vernda húð snigilsins gegn skemmdum, sýkingum, þurrki og útfjólubláum geislum.
  2. Sniglaslím inniheldur 91-98% vatn. Slímið er síað margsinnis til að auka þéttni efnanna og hreinleika. Sumar vörur sem innihalda sniglaslím eiga að innihalda allt að 97% slím. Gæði slímsins og hreinleiki skipta máli þegar spáð er í gæði vörunnar.
  3. Sniglaslím í snyrtivörum er venjulega fengið úr algengum garðsniglum, Cornu Aspersum, sem eru ræktaðir á rannsóknarstofum sérstaklega vegna slímsins. Í garðyrkju eru þessir sniglar yfirleitt álitnir óæskilegir.
  4. Sniglaslím er þekkt fyrir virkni gegn öldrun húðarinnar. Það örvar myndun kollagens og elastíns, verndar húðina gegn sindurefnum, róar húðina, flýtir fyrir viðgerð skemmdra vefja og gefur raka. Hægt er að nota sniglaslím eða vörur sem innihalda það til að meðhöndla húðþurrk, hrukkur, húðslit, bólur, rósroða, ellibletti, bruna, ör, skurði eftir rakstur og jafnvel flatar vörtur.
  5. Sniglaslím er mikið notað í kóreskar húðvörur, til að mynda serum, andlitsmaska, rakakrem og krem fyrir dökka bletti. Vörurnar eru þó ekki eins slímugar og ætla mætti – yfirleitt er útlit, lykt og áferð hlutlaus.
  6. Í Tælandi hafa sniglameðferðir á snyrtistofum orðið vinsælar. Þá eru lifandi sniglar settir á andlit þiggjandans og fá að skríða þar um og dreifa slími. Fyrirbærið hefur einnig breiðst út til annarra Asíulanda eins og Japan og Kóreu.
  7. Ekki er mælt með því að fara út í garð og tína snigla og skella þeim framan í sig. Sniglar sem þessir þrífast reyndar ekki í íslenskri veðráttu.
  8. Í þessu myndbandi er sýnt hvernig slími frá sniglum er safnað. Heilmikil vinna!
  9. Notkun á sniglaslími í fegrunarskyni er alls engin nýlunda. Elstu heimildir eru frá Grikklandi til forna en hinn frægi læknir Hippocrates er sagður hafa notað kramda snigla og súra mjólk til að lækna bólgur. Notkun í húðkrem hófst upp úr því að bændur í Chile sem ræktuðu snigla fyrir franskan markað tóku eftir því að húðin á höndum þeirra varð greinilega sléttari og mýkri.
  10. Mælt er með því að byrja varlega notkun á sniglaslími, eða vöru sem inniheldur sniglaslím. Bera skal á lítið húðsvæði til að kanna hvort ofnæmisviðbrögð koma fram. Sniglaslím er líklega nokkuð sem húð þín hefur ekki komist í tæri við áður. Einnig er mælt með notkun í að minnsta kosti tvær vikur til að áhrif vörunnar komi fram.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Játa mistök – Sjáðu markið sem VAR tók af en átti alltaf að standa

Játa mistök – Sjáðu markið sem VAR tók af en átti alltaf að standa
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.