fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025

Móðir sagði upp vinnunni og ferðast nú um heiminn með sex ára dóttur sinni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 2. janúar 2017 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evie Farrell ákvað að segja upp vinnunni og ferðast um heiminn með dóttur sinni eftir að náin vinkona hennar lést úr krabbameini aðeins 42 ára gömul. Þá áttaði Evie sig á því hvað lífið er stutt og í staðinn fyrir að eyða tveimur og hálfri milljón sem hún hafði safnað til að endurgera eldhúsið heima hjá sér ákvað hún að nota peninginn til að ferðast um heiminn með dóttur sinni.

„Vinkona mín lést úr krabbameini. Hún var frábær, yndisleg og falleg kona og átti tvö börn. Þetta var mikilvæg áminning hvað lífið er stutt og maður eigi að nýta það eins og maður getur,“

sagði Evie við Daily Mail Australia. Hún og sex ára gömul dóttir hennar lögðu af stað í heimsreisu í febrúar 2016 og eru ekkert á leiðinni heim á næstunni. Síðustu ellefu mánuði hafa þær heimsótt þrettán lönd, þar á meðal Indónesíu, Tæland, Bretland, Kína og Malasíu.

„Lífið er meira en að sitja á sama borðinu alla daga til að safna pening til að kaupa hluti. Við höfum ferðast í heilt ár með einn bakpoka og það er ekki möguleiki að ég ætli til baka í gamla lífið mitt núna.“

„Ég hugsaði að eftir tíu ár þá mun dóttir mín ekki þakka mér fyrir að setja upp glænýtt eldhús og baðherbergi heima hjá okkur. Hún mun þakka mér fyrir að fylla upp yngri ár hennar með stórkostlegum upplifunum og lærdómi.“

Þú getur fylgst með ferðalagi mæðgnanna á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Bayern gefst upp í bili

Bayern gefst upp í bili
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt