fbpx
Föstudagur 27.desember 2024

Erna Kristín safnaði 1,7 milljón fyrir vannærð ungabörn: „214 börn fá meðferð“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 2. janúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín listakona og bloggari stóð fyrir frábæru framtaki núna í desember en hún setti af stað söfnun fyrir meðferð á vannærðum ungabörnum. Lofaði hún að raka af sér hárið ef hún myndi ná að safna tveimur milljónum fyrir áramótin. Það tókst ekki en Erna Kristín er samt virkilega ánægð með árangurinn sem rennur til Nígeríu í gegnum UNICEF.

Erna Kristín er listakona með hjarta úr gulli!

Erna Kristín Safnaði rúmlega 1,7 milljón fyrir áramótin. Í samtali við Bleikt sagði hún að þessi viðbrögð Íslendinga við söfnuninni hennar hafi ekki komið á óvart. „Ég tel flesta Íslendinga vera hjálpsama og tilbúna til þess að aðstoða þá sem þurfa. Viðbrögðin voru alveg í takt við það.“

„Hárið fær að vera en það hefði farið ef safnast hefðu tvær milljónir“ segir Erna Kristín. „Það hefði auðvitað verið frábært að ná tveimur milljónum, aðallega vegna þess að þá hefði fleiri börn fengið að lifa. Ég hefði rakað hárið af með glöðu geði þótt það sé auðvitað ákveðinn léttir að halda því,“ viðurkennir Erna Kristín. Hún segir að það hafi komið á óvart hversu margir hafi verið til í að aðstoða hana með söfnunina.

Það gekk á ýmsu á meðan söfnuninni stóð, eitt sinn seldi Erna Kristín listaverk en þegar hún ætlaði að koma því til kaupandans sagðist viðkomandi hafa tekið þátt í uppboðinu „í gríni“ sem auðvitað kom henni í uppnám. En flestir tóku vel í þetta og safnaðist rúmlega 1,7 milljón eins og áður kom fram. Hún segir að erfiðast í þessu ferli hafi samt verið að hugsa til barnanna sem hún var að safna fyrir.

Erna Kristín safnaði meira en 600.000 krónum árið 2012 með svipuðu átaki. Þá endaði hún á að raka af sér hárið

„Upphæðin sem ég safnaði fer í meðferð fyrir vannærð ungabörn sem í 99 prósent tilfella leiðir til bata,“ segir Erna Kristín um það hvert söfnunarféð fer. Hún notaði mikið samfélagsmiðilinn Snapchat til þess að vekja athygli á þessum málstað en hún er þar með þúsundir fylgjenda. „Ég vil þakka aftur fyrir stuðninginn og hjálpina við söfnunina og öll fallegu skilaboðin sem ég fékk,“ segir Erna Kristín ánægð að lokum.

Hægt er að fylgjast með Ernu á Snapchat: ernuland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Vigfús Bjarni þakklátur fyrir lífið eftir hjartaáfall – „Maður gerir sitt besta til að vera í æðruleysi“

Vigfús Bjarni þakklátur fyrir lífið eftir hjartaáfall – „Maður gerir sitt besta til að vera í æðruleysi“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Horfðu á áramótabombu Íþróttavikunnar þar sem Rikki G og Kristján Óli fara á kostum

Horfðu á áramótabombu Íþróttavikunnar þar sem Rikki G og Kristján Óli fara á kostum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gerðu stólpagrín að fyrrum leikmanni sínum eftir sigur í gær – Myndir

Gerðu stólpagrín að fyrrum leikmanni sínum eftir sigur í gær – Myndir
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hefur þú séð Nóru? – 150 þúsund króna fundarlaun

Hefur þú séð Nóru? – 150 þúsund króna fundarlaun
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fólk í áfalli yfir athæfi stórstjörnunnar – Sjáðu hvað hann gerði í símanum í afmæli dóttur sinnar

Fólk í áfalli yfir athæfi stórstjörnunnar – Sjáðu hvað hann gerði í símanum í afmæli dóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Maresca ákvað að skilja lykilmann eftir heima – Var ekki meiddur

Maresca ákvað að skilja lykilmann eftir heima – Var ekki meiddur