fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Teknar fyrir búðarhnupl

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 13. júlí 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búðarhnupl er of algeng iðja. Ætla mætti að forríkar stjörnur þyrftu ekki að grípa til þess að stinga á sig vörum heldur hefðu efni á að borga fyrir þær. Þó nokkur dæmi eru samt um að stjörnur hafi verið staðnar að verki og þjófnaður þeirra komist í heimsfréttir.

Winona Ryder

Leikkonan Wynona Ryder komst í heimsfréttirnar árið 2001 þegar hún sást á öryggismyndavél gera tilraun til að stela dýrum fötum. Hún sleit verðmiðann af þeim og setti þau í innkaupapoka með vörum sem hún hafði þegar borgað fyrir. Hún var handtekin og gert að greiða sekt og sinna samfélagsþjónustu. Ryder sagði seinna að á þessum tíma hefði hún þjáðst af þunglyndi og verið á róandi lyfjum sem hefðu ruglað dómgreind hennar.

Beatrice Dalle

Franska stjarnan úr Betty Blue var nöppuð í verslun í París fyrir að stela afar dýrum skartgripum. „Ég elska skartgripi,“ var skýringin sem hún gaf. Hún fékk sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Hún hefur einnig verið handtekin fyrir líkamsárás og að vera með eiturlyf í fórum sínum. Í viðtali fyrr á þessu ári sagðist hún á sínum yngri árum hafa unnið í líkhúsi og hefði eitt sinn þegar hún var í eiturlyfjavímu borðað mannseyra.

Hedy Lamarr

Hedy Lamarr var skær stjarna í Hollywood á árum seinni heimsstyrjaldar og árin þar á eftir og þótti ein fegursta kona heims. Hún var einnig merk vísindakona og átti þátt í að þróa tækni við flutning útvarpsbylgja. Árið 1966 var hún handtekin fyrir búðarhnupl en ákæran var felld niður. Árið 1991 var hún aftur handtekin fyrir að stela smáhlutum úr apóteki. Sú ákæra var einnig felld niður eftir að leikkonan hét því að stela aldrei aftur.

Farrah Fawcett

Farrah Fawcett átti farsælan feril í sjónvarpi og kvikmyndum. Árið 1970 var hún tvisvar handtekin fyrir að stela fötum úr hátískuverslun. Hún gaf þá skýringu að hún hefði viljað skila fötum sem hún hafði keypt en verslunarfólkið ekki tekið við þeim og þess vegna hefði hún tekið málið í eigin hendur og valið sér ný föt. Fawcett var gert að greiða sekt í bæði skiptin.

Lindsay Lohan

Lindsay Lohan hóf feril sinn sem barnastjarna en hefur á seinni árum komist ítrekað í fréttir vegna lífsstíls sem telst ekki beint til eftirbreytni. Hún var eitt sinn dæmd í 120 daga fangelsi fyrir að stela hálsmeni sem metið var á 2.500 dali úr verslun í Los Angeles.

-Kolbrún Bergþórsdóttir
Birtist fyrst í DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Þau fundu ástina árið 2024

Þau fundu ástina árið 2024
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.