fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Tíðni krabbameins myndi lækka um allt að 40 prósent ef fólk tæki upp heilbrigðari lífshætti

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. júní 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hægt væri að útrýma um helming alls krabbameins ef fólk myndi velja sér heilbrigðari lífsstíl. Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna við læknadeild Harvard háskóla í Bandaríkjunum.

„Ef fólk myndi hætta að reykja, halda sér hraustu og það fengi sér ekki fleiri en einn eða tvo áfenga drykki á dag myndi tíðni krabbameins snarminnka,“

segir vísindamaður við Harvard háskóla. Læknar hafa lengi sagt að óheilbrigður lífsstíll muni auka líkur á krabbameini verulega síðar á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókninni er aðeins ein af hverjum fimm konum og einn af hverjum fjórum mönnum sem fylgja þessu ráði.

Rúmlega 136.000 bandaríkjamenn tóku þátt í rannsókninni. Að sögn vísindamannanna myndi tíðni krabbameins lækka um 20 til 40 prósent ef fólk tæki upp heilbrigðari lífshætti.

Að mati vísindamannanna myndi tíðni lungnakrabbameins geta lækkað um 80 prósent ef að atriðunum sem nefnd voru hér fyrir ofan yrði fylgt. Sömuleiðis myndi tíðni ristilkrabbameins lækka um 30 prósent. Þá væri möguleiki á að lækka tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli um 21 prósent og tíðni brjóstakrabbameins um tólf prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ræddu vandræði íslenska landsliðsins – „Þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur“

Ræddu vandræði íslenska landsliðsins – „Þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk stórkostlegar móttökur í Manchester – Sjáðu myndbandið

Fékk stórkostlegar móttökur í Manchester – Sjáðu myndbandið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.