fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Annar hver sendir myndir af kynfærum eða brjóstum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. nóvember 2016 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk ungmenni byrja að meðaltali að horfa á klám um 13 ára aldur. Drengir sjá klám fyrst 11,9 ára að jafnaði, en stúlkur tveimur árum síðar, 13,8 ára. Þetta kemur fram í íslenskri rannsókn, Klámnotkun íslenskra framhaldsskólanema, en höfundur hennar er Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði. 70 prósent karla skoða klám nokkrum sinnum í viku eða oftar af fúsum og frjálsum vilja, í samanburði við 12,5 prósent kvenna. Um það bil annar hver framhaldsskólanemi hafði sent mynd af brjóstum eða kynfærum til annars aðila. Niðurstöðurnar byggja á svörum 1.867 framhaldsskólanema við 28 skóla á landinu. Mikill meirihluti þátttakenda hafði séð klám, eða 98,8 prósent karla og 87,4 prósent kvenna.

Hvað er klám?

Talsverður munur reyndist á milli kynja þegar spurt var hvað væri klám. 28,7 prósent karla töldu myndir af nöktum brjóstum vera klám en aðeins 15,8 prósent kvenna. Þá töldu 95 prósent kvenna að myndir af nöktum kynfærum væri klám en aðeins 54 prósent karla.

Karlar horfa meira á klám

Rannsóknin sýndi fram á mikinn mun á klámnotkun kynjanna. Um þriðjungur karla í framhaldsskólum skoðar klám næstum því á hverjum degi, eða oftar, en innan við fjögur prósent kvenna. Fjórðungur kvenna skoðar klám af fúsum og frjálsum vilja nokkrum sinnum í mánuði og annar fjórðungur nokkrum sinnum á ári. 12,5 prósent kvenna skoða klám nokkrum sinnum í viku eða oftar, en um 70 prósent karla.

Sjö af hverjum tíu konum sem skoða klám gera það í einrúmi en hlutfallið er hærra hjá körlum, 87 prósent. Sex prósent kvenna og 15,5 prósent karla skoða klám með maka.

Langflestir nota klám til sjálfsfróunar

Þátttakendur svöruðu spurningum um ástæðu þess að klám væri skoðað af fúsum og frjálsum vilja. 57,2 prósent kvenna gera það til sjálfsfróunar en 46,5 prósent af forvitni, 34 prósent til gamans og 15 prósent til fræðslu. 8,2 prósent kvenna skoða klám af fúsum og frjálsum vilja til þess að hafa kynmök. 12,6 prósent kvenna skoða klám aldrei af fúsum og frjálsum vilja.
Tölurnar líta öðruvísi út á meðal karla. 83 prósent karla nota klám til sjálfsfróunar en 43 prósent merktu við að þeir notuðu það til gamans. 31 prósent skoðar það af forvitni en 12 prósent til fræðslu. Rúm fimm prósent karla skoða klám til að hafa kynmök. Aðeins tvö prósent karla skoða klám aldrei af fúsum og frjálsum vilja.

Margir vildu sjá tvær konur í kynmökum

Nokkur munur reyndist einnig á því hvers kyns klám fólk horfir á. Flestir karlar vildu sjá karl og konu í kynlífi, 65,4 prósent. Næst flestir vildu sjá tvær konur í kynmökum, 48 prósent en fast á hæla þess fylgdu munnmök, eða 45 prósent. 34 prósent vildu sjá þrjá einstaklinga í kynmökum, litlu fleiri en þeir sem vildu sjá endaþarmsmök, 32,7 prósent.

Konur vildu helst sjá karl og konu í kynmökum, eða 52 prósent. Næst flestar vildu sjá tvær konur í kynmökum, 32,3 prósent, en jafn margar vildu sjá munnmök og þrjá einstaklinga í kynmökum.

Athygli vekur að um það bil eitt prósent svarenda af báðum kynjum vildi sjá fólk í kynmökum með börnum eða dýrum.

Helmingur hefur sent myndir af brjóstum eða kynfærum

Viðhorf kvenna og karla til kláms eru mjög ólík, að því er fram kemur í rannsókninni. „Konur eru mun líklegri en karlar til að segja að klám sé ógeðslegt og að það leiði til nauðgana og vændis. Tæpur þriðjungur kvenna segir samt að klám sé skemmtilegt. Þótt bæði karlar og konur séu þeirrar skoðunar að klám sé gert fyrir karla þá telja karlar að klámið sé líka gert fyrir konur, en ekki í jafn miklum mæli. Konur, hins vegar, eru frekar ósammála körlunum því hlutfallslega telja mun færri konur að klámið sé gert fyrir þær.“

Bæði kyn eru sammála um að klám gefi ranga mynd af kynlífi, 67 prósent karla og 76 prósent kvenna.

Um helmingur kvenna í framhaldsskólum, sem hafa haft kynmök, hefur sent myndir af brjóstum sínum og/eða kynfærum til annarra en hlutfallið hjá körlum er 44 prósent. 17 prósent kvenna og 14 prósent karla sögðust hafa verið mynduð í kynmökum.

Birtist fyrst á DV.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Snærós veltir fyrir sér ótrúlegu fylgishruni Sjálfstæðisflokksins – „Hann er bara ekkert hot lengur“

Snærós veltir fyrir sér ótrúlegu fylgishruni Sjálfstæðisflokksins – „Hann er bara ekkert hot lengur“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birkir Valur og Bragi Karl í FH

Birkir Valur og Bragi Karl í FH
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

,,Ef það gerist þá mun Liverpool valta yfir okkur“

,,Ef það gerist þá mun Liverpool valta yfir okkur“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Liverpool lenti í vandræðum en Salah kom til bjargar

England: Liverpool lenti í vandræðum en Salah kom til bjargar
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.